Erlent

Eini eftirlifandi Mumbai ákærður

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Reykur stígur upp af Taj Mahal-hótelinu í árásunum í nóvember.
Reykur stígur upp af Taj Mahal-hótelinu í árásunum í nóvember.

Indversk yfirvöld hafa lagt fram ákæru gegn eina hryðjuverkamanninum sem náðist á lífi eftir árásirnar á Mumbai á Indlandi í nóvember. Ákæran telur 11.280 blaðsíður en manninum er gefið að sök að hafa orðið 165 manns að bana auk þess að hafa ráðist gegn Indlandi sem ríki.

Alls eru fjórir menn ákærðir í málinu, meðal annars fyrir aðstoð við undirbúning hryðjuverkanna, en þeir sem ekki tóku beinan þátt í þeim voru handteknir í höfuðstöðvum pakistanskra hryðjuverkasamtaka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×