Erlent

Boðar lagasetningu gegn byssu- og hnífamönnum

Danska lögreglan hefur þurft að sinna mörgum tilfellum tengdum ólöglegum vopnaburði að undanförnu.
Danska lögreglan hefur þurft að sinna mörgum tilfellum tengdum ólöglegum vopnaburði að undanförnu.
Að undanförnu hefur danska þjóðin upplifað fleiri fréttir af skotárásum og hnífsstungumálum en áður þekktist. Birthe Rønn Hornbech, ráðherra innflytjendamála í dönsku ríkisstjórninni, segir að nú sé komið nóg og boðar lagasetningu.

Samkvæmt frétt á vef Danska ríkisútvarpsins er ráðherrann tilbúinn með lagafrumvarp sem felur í sér að allir útlendingar sem verða dæmdir í fangelsi fyrir brot á vopnalögum verður vísað úr landi. „Við verðum að gera allt sem við getum til þess að koma þeim skilaboðum að við líðum þetta ekki. Þeir sem ekki þurfa að vera í landinu mega vita að þeir eiga á þeirri hættu að þeim verði vísað úr landi," segir ráðherrann í samtali við DR.

„Ég er á því að við herðum lögin eins mikið og við getum. Við getum ekki sætt okkur við það ástand sem hefur verið hér í Danmörku," segir ráðherrann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×