Innlent

Enn veiðist gulldeplan

Gulldepla er aftur farin að veiðast, en um tíma var óttast að hún væri gengin út úr íslensku fiskveiðilögsögunni til suðurs. Hún fannst aftur um það bil 130 sjómílur suður af Vestmannaeyjum og eru nú átta skip að veiðum. Búið er að veiða hátt í 32 þúsund tonn af þessum óvænta bjargvætti, sem gefur álíka af sér í útflutningsverðmæti og loðna. Það er því orðið vel yfir 800 milljónir króna. Hins vegar finnst ekki enn nóg af loðnu, svo hægt verði að gefa út kvóta og rannsóknakvótinn er að verða búinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×