Innlent

Ástráður kjörinn formaður landskjörstjórnar

Ástráður Haraldsson.
Ástráður Haraldsson.
Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður, var kjörinn formaður landskjörstjórnar á fundi stjórnarinnar í dag. Gísli Baldur Garðarsson sagði af sér sem formaður eftir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var mynduð í byrjun mánaðarins.

Landskjörstjórn sér um framkvæmd kosninga til Alþingis og gefur út kjörbréf til þingmanna.

Bryndís Hlöðversdóttir er áfram varaformaður landskjörstjórnar. Aðrir í stjórninni eru: Hervör Þorvaldsdóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir og Þórður Bogason.

Varamenn þeirra eru: Sólveig Guðmundsdóttir, Elín Blöndal, Ólafur Helgi Kjartansson, Gunnar Sturluson og Sigurjón Unnar Sveinsson.


Tengdar fréttir

Sagði af sér sem formaður landskjörstjórnar

Gísli Baldur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður, sagði nýverið af sér sem formaður landskjörstjórnar en stjórnin sér um framkvæmd kosninga til Alþingis og gefur út kjörbréf til þingmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×