Erlent

Reyndu að kveikja í bensínstöð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Tveir drengir reyndu að kveikja í bensínstöð í Árósum í Danmörku í nótt með því að kasta logandi flöskum, fullum af bensíni, að stöðinni, bæði versluninni og sjálfum bensíntönkunum. Vitni sáu til piltanna en lögreglu tókst ekki að hafa hendur í hári þeirra. Sem betur fer hlaust ekki alvarlegt tjón af tiltækinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×