Fleiri fréttir

Opinberar bókhald sitt

Sigríður Andersen, sem býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu kosningar hefur ákveðið að birta yfirlit yfir eignir og skuldir sínar og eiginmanns síns á heimasíðu sinni.

Catalina enn í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur hefur vísað frá máli Catalinu Mikue Ncogo, sem kærði gæsluvarðhaldúrskurð yfir henni. Catalina er grunuð um aðild að fíkniefnamáli og að hafa haft tekjur af vændi ungra kvenna, sem hún hafi flutt mansali hingað til lands. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði konuna í gæsluvarðhald til 27. febrúar. Málinu var vísað frá dómi og því stendur gæsluvarðhaldið.

Sveitastjóra sagt upp störfum

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gekk fyrirvaralaust frá starfslokum Sigurðar Jónssonar, sveitarstjóra, í gær. Í Sunnlenska fréttablaðinu kemur fram að blogg sveitarstjórans og ofreiknuð laun höfðu áhrif á brotthvarfið.

Geðspekivefur HÍ opnaður í dag

Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs, opnaði sérstakan vef um geðrækt við Háskóla Íslands á Háskólatorgi í dag.

Jón Baldvin gefur kost á sér í forvali Samfylkingarinnar

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins og ráðherra, gefur kost á sér í eitt af átta efstu sætum á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir þingkosningar vorið 2009. Í fréttatilkynningu frá Jóni kemur fram að framboðið sé sett fram án vísunar til tiltekins sætis með fyrirvara um og í trausti þess að boðað stjórnarfrumvarp um breytingar á kosningalögum, er feli í sér rétt kjósenda til persónukjörs, nái fram að ganga þannig að væntanlegir alþingismenn öðlist ótvrírætt umboð kjósenda.

Öskudagur á Dvergasteini

Það var líf og fjör á leikskólanum Dvergasteini í dag þar sem öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í dag eins og vera ber. Alls kyns kynjaverur voru á ferli á leikskólanum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum en á þeim má meðal annars sjá sjóræningja, ljón og þá félaga Karíus og Baktus. Á meðal þess sem krakkarnir gerðu sér til gamans var að slá köttinn úr tunnunni.

Býður Helgu Sigrúnu velkomna í kjördæmið

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, er hvergi bangin og metur stöðu sína í kjördæminu góða. Hún býður Helgu Sigrúnu Harðardóttur, oddvita flokksins í Suðurkjördæmi, velkomna í kjördæmið.

Peningaverðlaun fyrir þá sem hjálpuðu við að finna fjórhjólin

Jakob Sigurðsson rekur fyrirtækið Fjórhjólaævintýri ásamt föður sínum og bróður. Fyrir helgi var fimm fjórhjólum stolið frá fyrirtækinu sem metin eru á rúmlega ellefu milljónir króna. Feðgarnir auglýstu þegar í stað eftir hjólunum sem nú eru komin í leitirnar en lögregla handtók sex aðila í tengslum við málið. Jakob segir feðgunum létt og þeir ætli að hafa samband við þá sem hjálpuðu við að upplýsa málið. Feðgarnir höfðu nefnilega lofað peningaverðlaunum fyrir vísbendingar sem hjálpuðu við leitina.

Rúmlega átta þúsund börn eiga atvinnulausa foreldra

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra ávarpaði í dag málþing nemenda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands um áhrif efnahagsþrenginga á fjölskylduna. Í máli hennar kom meðal annars fram að rúmlega átta þúsund börn eigi foreldra án atvinnu. Í lok október var þessi tala tæplega þrjú þúsund.

Ingibjörg ákveður sig í vikunni

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, mun síðar í vikunni greina frá áformum sínum um eigin aðkomu að íslenskum stjórnmálum í nánustu framtíð. Ingibjörg hefur verið í leyfi síðustu þrjár vikur til að jafna sig eftir veikindi undanfarinna mánaða. Óvíst hefur verið hvort að hún hafi hug á að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Samfylkingarinnar og sem þingmaður.

Meðferð fanga í Guantanamo fer versnandi

Meðferð fanga í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu hefur farið versnandi frá því Barack Obama var kosinn í embætti forseta í desember síðastliðnum. Ástæðan er talin vera að fangaverðir séu að nýta tækifærið til að misþyrma föngunum áður en fangabúðirnar loka. Ekki er langt síðan Pentagon gaf frá sér yfirlýsingu um að meðferð fanga í Guantanamo-fangabúðunum væri í samræmi við ákvæði Genfar-sáttmálans. Frá þessu er greint á Reuters.

Ríkið kannar áfram málsvörn gegn Bretum

Núverandi ríkisstjórn hefur ekki breytt ákvörðun seinustu ríkisstjórnar um stuðning stjórnvalda við hugsanlega málshöfðun skilanefnda Landsbankans og Kaupþings á hendur breska ríkinu og að hugsanlega verði farið með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.

Gæslan þarf að skera niður eins og aðrar stofnanir

Þremur þyrluflugmönnum hefur verið sagt upp hjá Landhelgisgæslunni. Félag atvinnuflugmanna gagnrýnir uppsagnirnar og segir þær skerða þjónustu m.a. við sjófarendur. Félagið segir forsendu þess að hægt sé að fara í björgunarflug út á opið haf sé að hafa tvær vaktir sem nú verði erfitt að manna. Georg Lárusson forstjóri segir hinsvegar að uppsagnirnar taki ekki gildi fyrr en í haust, en telur að þrátt fyrir þær verði hægt að manna tvær vaktir. Hann segir á bilinu 20-30 manns missa vinnuna hjá gæslunni sem þurfi að skera niður eins og aðrar stofnanir.

ESB skýrslan kemur seðlabankafrumvarpi ekki við

Í minnisblaði sem dreift var í viðskiptanefnd fyrr í dag um leið og nefndarmenn fengu hina umtöluðu Larosiere skýrslu í hendur, segir að skýrslan snúi ekki með beinum hætti að því frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands sem nú er til umfjöllunar í viðskiptanefnd.

Helga Sigrún hjólar í Siv

Helga Sigrún Harðardóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Siv Friðleifsdóttir situr í því sæti og sækist eftir endurkjöri. Prófkjör um efstu sæti á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu fer fram laugardaginn 7. mars. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, sækist einnig eftir fyrsta sætinu.

Skattabreytingar ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir skattabreytingar ekki vera á dagskrá ríkisstjórnarinnar af augljósum ástæðum. Ríkisstjórnin sitji í skamman tíma og fjárlög verði samþykkt í haust.

Seðlabankamálið tekið fyrir í viðskiptanefnd í kvöld

Boðað hefur verið til fundar í viðskiptanefnd klukkan 18:15 í kvöld. Þar verður rætt um frumvarp um Seðlabanka Íslands og verður málið væntanlega afgreitt úr nefndinni í kvöld nái vilji stjórnarflokkanna fram að ganga.

Sex handteknir vegna stolnu fjórhjólanna - nokkrir enn í haldi

Sex aðilar voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi í tengslum við stuld á fimm fjórhjólum í Grindavík fyrir helgi. Flestum þeirra var sleppt úr haldi fljótlega en nokkrir eru enn í haldi. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar á suðurnesjum er rannsókn í fullum gangi og á viðkvæmu stigi en málið er nokkuð stórt að þeirra sögn. Fjórhjólin voru metin á rúmar ellefu milljónir króna en auk hjólanna var öðrum búnaði einnig stolið.

Enn í gæsluvarðhaldi vegna mannsláts í sumarbústað

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands frá 18.febrúar um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um stórfellda líkamsárás með þeim afleiðingum að fórnarlambið lést skömmu síðar.

Fyrri ákvörðun um málarekstur gegn Bretum stendur

Þórunn Sveinbjarnardóttir, varaformaður utanríkismálanefndar og fyrrum ráðherra, sagði að ákvörðun ríkisstjórnar Geirs H. Haarde um að leita réttar Íslendinga fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu vegna beitingar breskra stjórnvalda á svonefndum hryðjuverkalögum standa. Ákvörðun ríkisstjórnar Geirs var tekin í byrjun árs. Jafnframt var tilkynnt að ekki yrði höfðað mál gegn breska ríkinu þar í landi.

Fundu ný Gulldeplumið djúpt suður af Vestmanneyjum

Ný Gulldeplumið eru fundin djúpt suður af Vestmannaeyjum. Sjö skip eru nú þar á veiðum. Öll fengu þau einhvern afla í gær en bræla og leiðindaveður er á svæðinu og því ekki hægt að kasta í morgun.

Höskuldur: Atriði í skýrslunni sem vert er að kanna gaumgæfilega

Nefndarmenn í viðskiptanefnd Alþingis fengu í morgun hina umtöluðu evrópuskýrslu um fjármálalegan stöðugleika. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að nú gefist mönnum ráðrúm til þess að kynna sér efni skýrslunnar en hann segist nú þegar hafa rekist á atriði sem vert væri að kanna gaumgæfilega hvort setja eigi í lög hér.

Gríðarlegur áhugi á sjósundi - opnunartími lengdur

,,Aðsóknin hefur verið að aukast í hverri viku og það er alltaf að koma nýtt fólk," segir Árni Jónsson, deildarstjóri í útivistarmiðstöð Nauthólsvíkur, um gríðarlegan áhuga fólks um þessar mundir á sjósundi.

Stjórnmálamaðurinn þvældist fyrir seðlabankastjóranum

Davíð Oddsson seðlabankastjóri færði í Kastljósviðtali í gærkvöldi bestu rök sem hingað til hafa komið fram um hvers vegna stjórnmálamaður á ekki að vera seðlabankastjóri, segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur. Ljóst sé að ríkisstjórnin hafi ekki tekið mark á aðvörunum Davíðs, þar sem hún hafi verið að hlýða á málflutning stjórnmálamannsins, ekki seðlabankastjórans Davíðs. Þá segir hann Davíð hafa gefið arftaka sínum Geir Haarde falleinkunn.

Landræki biskupinn kominn til Bretlands

Breski biskupinn sem hafnar því að helför gyðinga hafi átt sér stað kom til Bretlands í dag. Hann var gerður landrækur frá Argentínu. Richard Williamson neitaði að svara spurningum fréttamanna við komuna til Lundúna. Í flugstöðinni var hann í fylgd fjölda lögreglumanna og lífvarða sem vörðu hann fyrir ágangi fjölmiðla.

Níu látnir í flugslysinu á Schiphol

Forstjóri Schiphol flugvallar sagði á blaðamannafundi fyrir stundu að níu hafi látist í flugslysinu á Schiphol flugvelli í Amsterdam í morgun. Að minnsta kosti 50 slösuðust. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nú stendur yfir. Enn er óljóst hvað olli slysinu.

Starfsmenn Mest styrkja Mæðrastyrksnefnd

Starfsmannafélag byggingavöruverslunarinnar Mest afhenti Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur peningastyrk í morgun. Mest fór í gjaldþrot á síðasta ári og yfir 100 manns misstu vinnuna. Þrátt fyrir að einhverjir þeirra séu ekki komnir með vinnu, var það einróma ákvörðun að láta Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur njóta uppgjörs starfsmannafélagsins og voru peningarnir afhentir í morgun.

Víða ekki hægt að ryðja vegna óveðurs

Vetur ríkir nú á norðaustanverðu landinu og hefur víða orðið ófært. Sumstaðar er ekki hægt að ryðja vegi vegna óveðurs, en ekki er vitað til að vegfarendur hafi lent í hrakningum.

Gagnrýna seðlabankafrumvarpið og verktakakaup Guðlaugs

Frjálshyggjufélagið furðar sig á þeim fljótfærnisvinnubrögðum sem minnihlutastjórn VG og Samfylkingar vill viðhafa við breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands. Jafnframt gagnrýnir félagið óþarfa áherslu Guðlaugs Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, í ráðgjöf utan ráðuneytisins.

Sonur Davids Camerons lést í morgun

Ivan Cameron, sonur Davids Cameron, leiðtoga íhaldsmanna á Bretlandi lést í morgun. Ivan var sex ára gamall og þjáðist hann af alvarlegri flogaveiki og heilalömun. Cameron og kona hans Samantha báðu breska fjölmiðla í morgun um að virða einkalíf sitt og hefur fyrirspurnatíma í breska þinginu þar sem Gordon Brown átti að sitja fyrir svörum verið aflýst.

Samkomulag um háhraðanet til allra landsmanna

Fjarskiptasjóður og Síminn undirrituðu í dag samning um uppbyggingu háhraðanets um allt land. Með samningum er öllum landsmönnum tryggt háhraðanet fyrir árslok 2010. Um er að ræða tæplega 1800 heimili og verða þau fyrstu tengd innan mánaðar. Samningurinn er til fimm ára.

Viðskiptanefnd kölluð saman vegna seðlabankafrumvarps

Viðskiptanefnd Alþingis hefur verið kölluð saman til fundar. Seðlabankafrumvarpið er eina málið á dagskrá. ,,Forseti skipuleggur dagskrá þingsins, ekki ég. Ég boða bara fundi í viðskiptanefnd og hef gert það," sagði Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, aðspurð hvort hún eigi von á því að frumvarpið verði tekið til umræðu á þingfundi sem hefst klukkan 13:30. Hún á von á því að fundurinn standi stutt.

Alvarlegt flugslys á Schiphol

Tyrknesk farþegaflugvél brotlenti á Schiphol flugvelli í Amsterdam í morgun með 135 farþega innanborðs. Óljóst er um hvort eða hve margir hafa látist í slysinu en tyrkneskir miðlar segja að einn farþegi sé látinn hið minnsta og 20 slasaðir. Forstjóri flugfélagsins segir hins vegar að enginn hafi látist í slysinu.

Valgeir Helgi gefur kost á sér fyrir Samfylkinguna

Valgeir Helgi Bergþórsson, formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfjarði, hefur ákveðið að gefa kost á mér í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Með framboði mínu segist hann vera svara kalli kjósenda um endurnýjun á Alþingi.

Bifreiðastyrkir til hreyfihamlaðra hækka

Fjárhæðir styrkja og uppbóta vegna bifreiðakaupa hreyfihamlaðs fólks hækka um 20% og ýmis skilyrði fyrir styrkjum verða rýmkuð samkvæmt nýrri reglugerð sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti fyrir fulltrúum Öryrkjabandalags Íslands og Sjálfsbjargar á fundi í gær.

Fundur viðskiptanefndar ekki á dagskrá

Ekki hefur verið boðað til fundar í viðskiptanefnd Alþingis vegna seðlabankafrumvarpsins. Staðan er óbreytt og frumvarpið er enn fast í nefndinni eftir að Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, myndaði á mánudaginn meirihluta með sjálfstæðismönnum og studdi tillögu þeirra um að fresta málinu.

Sjálfsvígsvarnir á brautarpöllum í S-Kóreu

Alþekkt er að sjálfsvígum fjölgar þegar skórinn tekur að kreppa efnahagslega og Asíubúar finna nú fyrir þeirri tölfræði sem aldrei fyrr. Í Suður-Kóreu og Japan er hæst tíðni sjálfsvíga í þróuðum löndum, um 24 á hverja 100.000 íbúa.

Fá peninga og vopn fyrir að passa hverfið

Unglingar fá greitt í peningum og skotvopnum fyrir að sinna eins konar varðstöðu í hverfinu Norðurbrú í Kaupmannahöfn en þar geisar hálfgerð styrjöld milli vélhjólasamtakanna Vítisengla og innflytjendaklíka sem vilja hafa töglin og hagldirnar á fíkniefnamarkaði hverfisins.

Straw bannar upptöku af ríkisstjórnarfundi

Breski dómsmálaráðherrann Jack Straw hefur bannað að nokkurra mínútna upptaka af ríkisstjórnarfundi árið 2003, þar sem ráðherrarnir ræða um þátttöku Bretlands í innrásinni í Írak, verði gerð opinber. Segir ráðherrann að það sem ráðherrunum fór á milli sé hreinlega hættulegt lýðræðinu.

Sjö særðir eftir skotárás í New Orleans

Sjö manns, þar af tæplega tveggja ára gamalt barn, særðust þegar tveir menn, 18 og 19 ára gamlir, hófu skothríð í sprengidagsskrúðgöngu í New Orleans í gærdag. Barnið er ekki alvarlega slasað en byssukúla straukst við það.

Breskir sparifjáreigendur tæma reikningana

Breskir sparifjáreigendur telja fé sínu betur varið annars staðar en í bönkum eftir að stýrivextir Englandsbanka voru lækkaðir úr fimm prósentum niður í eitt frá miðju síðasta ári.

Töluverð snjókoma á Akureyri í nótt

Töluvert snjóaði á Akureyri í nótt og má búast við þæfingsfærð þar í grennd. Á Ísafirði var úrkoma sáralítil, þrátt fyrir spá um annað, og hlutust engin vandræði af óveðrinu. Aðstoða þurfti fólk í bíl sem fór út af veginum á Holtavörðuheiði í gærkvöldi og fyrr um kvöldið valt þar bíll, án þess að nokkur meiddist alvarlega.

Sjá næstu 50 fréttir