Erlent

Talið að 50 séu fallnir í uppreisn í Bangladesh

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hermaður í viðbragðsstöðu í höfuðborginni Dakka.
Hermaður í viðbragðsstöðu í höfuðborginni Dakka. MYND/AFP/Getty Images
Talið er að minnst 50 manns séu fallnir eftir uppreisn sérsveita í Bangladesh, sem annast landamæragæslu. Sveitir hers og lögreglu berjast nú við landamæraverðina í höfuðborginni Dakka og nálægum borgum. Gíslatöku og umsátri í herstöð í Dakka lauk í gær með uppgjöf hluta landamæravarðanna en fregnir herma að enn sé barist annars staðar í borginni auk þess sem átökin hafi breiðst út til annarra svæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×