Erlent

Fá byssuleyfi 15 ára í Finnlandi

Óli Tynes skrifar
Finnski morðínginn Matti Saari kynnti árás sína fyrirfram á netinu.
Finnski morðínginn Matti Saari kynnti árás sína fyrirfram á netinu.

Finnsk yfirvöld ættu að auka eftirlit með netinu og herða reglur um byssuleyfi að mati rannsóknarnefndar sem var sett á laggirnar eftir tvö fjöldamorð í finnskum skólum.

Í nóvember árið 2007 myrti hinn átján ára gamli Pekka-Erik Auvinen átta manns og framdi sjálfsmorð í Jokela menntaskólanum sem er skammt frá Helsinki.

Tæpu ári síðar myrti hinn tuttugu og tveggja ára gamli Matti Saari tíu manns í verkmenntaskóla í Kauhajoki í vesturhluta landsins. Einnig hann framdi sjálfsmorð á eftir.

Báðir morðingjarnir höfðu byssuleyfi og báðir lýstu fyrirætlunum sínum á netinu með myndum og tilheyrandi.

Byssueign er óvíða meiri en í finnlandi. Þar eru 1.6 milljón vopn skráð en íbúar landsins eru um 5.3 milljónir. Lágmarksaldur fyrir bygguleyfi er nú aðeins fimmtán ár, en stjórnvöld hyggjast hækka hann upp í átján ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×