Erlent

Sótt að japönsku sjónvarpsstöðinni NHK

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ein af útsendingarbifreiðum stöðvarinnar.
Ein af útsendingarbifreiðum stöðvarinnar.

Kveikt var í einni af skrifstofum japönsku sjónvarpsstöðvarinnar NHK um síðustu helgi en skrifstofan er staðsett í borg í suðurhluta landsins.

Enginn meiddist í eldinum en ljóst þykir að einhver hefur horn í síðu stöðvarinnar því nýlega bárust henni byssukúlur í umslagi með póstinum. Í sama umslagi var að finna miða með nafni öfgasamtaka sem gerðu mannskæða árás á ritstjórnarskrifstofur japansks dagblaðs árið 1987 en ekki er ljóst hvort samtökin tengjast þó atburðunum nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×