Innlent

Frjálshyggjumenn tapa skaðabótamáli

Bjórsala á Lækjartorgi fyrir tveimur árum síðan.
Bjórsala á Lækjartorgi fyrir tveimur árum síðan.

Frjálshyggjumaðurinn Hlynur Jónsson tapaði skaðabótamáli gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar handtöku. Hlynur var handtekinn árið 2006 þegar hann, ásamt öðrum meðlimum Ungra Frjálshyggjumanna, hugðust mótmæla ríkiseinkasölu á áfengi.

Þá var Hlynur handtekinn um leið og hann seldi fyrsta bjórinn til Sölva Tryggvasonar, þáverandi dagskrágerðamanns í Íslandi í dag.

Hlynur krafðist 150 þúsund króna í miskabætur vegna handtökunnar en hann hélt því fram að lögreglan hefði ekki beitt meðalhófsreglu við handtökuna. Þessu neitaði lögregluembættið og benti á að Hlynur hefði verið varaður við áður en hann seldi fyrsta bjórinn. Að auki sé sala á áfengi, án tilskyldra leyfa, óheimil.

Í niðurstöðu dómsins kemur meðal annars fram: „Lögreglu var því rétt að beita þeim úrræðum sem við áttu og voru heimilar samkvæmt lögum, þrátt fyrir að stefnandi bæri fyrir sig að hann hefði sérstakar og tilgreindar ástæður fyrir bjórsölunni. Ástæðurnar sem stefnandi ber fyrir sig þykja ekki þess eðlis að þær geti skipt máli varðandi heimildir lögreglu til úrræða [,...]."

Málskostnaður var látinn niður falla en það var Heiðrún Lind Marteinsdóttir sem sótti málið fyrir hönd Hlyns.
































Fleiri fréttir

Sjá meira


×