Erlent

Obama vill meira fé í stríðsrekstur

Óli Tynes skrifar
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.

Í fjárlagafrumvarpi sínu fyrir árið 2009 fer Barack Obama forseti Bandaríkjanna fram á 200 milljarða dollara aukafjárveitingu til stríðsrekstrar.

Það fé verður að mestu notað í Afganistan þar sem ætlunin er að fjölga um sautján þúsund hermenn á næstu misserum.

Á móti verður fækkað í herliðinu í Írak. Fjárlögin gera ráð fyrir 1.75 billjóna dollara halla en billjón er eittþúsund milljarðar.

Það eru 12,3 prósent af brúttó þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna. Það er mesti fjárlagahalli landsins frá síðari heimsstyrjöldinni.

Reuters fréttastofan segir að Obama stefni að því að minnka fjárlagahallann niður í þrjú prósent árið 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×