Innlent

Andlát í Reykjavík: Dánarorsök enn óljós

Geraldine Atkinsson lést í rúmi sínu á íslensku gistiheimili. Andlát hennar þykir dularfullt..
Geraldine Atkinsson lést í rúmi sínu á íslensku gistiheimili. Andlát hennar þykir dularfullt..

Andlát hinna tuttugu og fjögurra ára gömlu Geraldine Atkinsson hefur vakið furðu en enginn tilhlýðileg skýring hefur fundist á dauða hennar. Geraldine fannst látinn á gistiheimili í Laugardalnum í byrjun febrúar en hún var í fríi hér á landi. Hún var við nám í læknisfræði í St. Michael´s Church of England Primary School og þótti góður og efnilegur námsmaður.

Geraldine fannst látinn í rúmi sínu á gistiheimilinu og var krufinn í kjölfarið til þess að finna út banamein stúlkunnar. Læknavísindin komust ekki að neinni niðurstöðu, hitt var ljóst, að stúlkan dó ekki af völdum vímuefna né tók hún eigið líf.

Læknaneminn var jarðsunginn í Englandi á þriðjudaginn síðasta, en til þess að geta ákvarðað dánarorsök hennar er heila hennar haldið eftir og er til rannsóknar í Englandi.

Geraldine var mikill klaufi samkvæmt grein sem birtist á vefmiðlinum Hornsey and Crouch End journal. Þar kemur fram að hún hafi getið sér orð sem klaufabárður í grunnskólanum sem hún stundaði nám í. Þar er serstaklega tekið fyrir þegar hún klemmdi höndina sína í strætisvagni.

Samkvæmt utanríkisráðuneytinu í Englandi hefur fjölskyldu hennar verið boðið áfallahjálp vegna málsins.






















Fleiri fréttir

Sjá meira


×