Erlent

Kveiktu í sér í Peking

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Lögregla á ferð við Tiananmen-torgið.
Lögregla á ferð við Tiananmen-torgið. MYND/AP
Þrír mótmælendur kveiktu í sjálfum sér í bíl nærri Tiananmen-torginu í Peking, höfuðborg Kína, í gær. Bíllinn sem fólkið var í hafði verið skreyttur með þjóðfána Kína en talið er að aðgerðirnar tengist tveggja vikna langri samkomu kínverska þingsins sem hefst í næstu viku og dregur oft að sér mótmælendur. Tveir mótmælendanna voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar en ekki er vitað um afdrif þess þriðja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×