Innlent

Héraðsdómur ávaxtaði skuldina

Héraðsdómur Reykjaness er með betri ávöxtunarmöguleika en bankarnir þessa daganna.
Héraðsdómur Reykjaness er með betri ávöxtunarmöguleika en bankarnir þessa daganna.

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Opale Seafood SAS til þess að greiða Vigni G. Jónssyni rétt tæpar hundrað og fimmtíu þúsund evrur vegna grásleppukavíarsviðskipta við Vigni.

Athygli vekur að viðskiptin eiga sér stað árið 2006 til 2007 en þá var gengisvísitala evrunnar 109. Þegar dómur féll í dag var gengisvísitalan 190 og því ávaxtaði dómurinn fé Vignis um 81 prósent eða tæpan helming í krónum talið.

Málið er tilkomið vegna viðskipta sem Vignir átti við Opale Seafood SAS, en hann sá fyrirtækinu fyrir grásleppukavíar sem síðan var seldur í Frakklandi. Opale Seafood dró greiðslur en skuldin nam tæpum hundrað og fimmtíu þúsund evrum að lokum.

Ágreiningur þeirra snérist eingöngu um afhendingu vörunnar og greiðsluskilmála.

Niðurstaða dóms var sú að Opale skyldi greiða 149.988,17 evrur með dráttarvöxtum til Vignis en félagið Opal Holding ehf, sem átti að vera í ábyrgð fyrir Opale, var sýknað.

Enginn fyrirvari er gerður um gengisvísitölu þegar skuldin var stofnuð í dómsorði og því ábatasamur dagur Vignis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×