Erlent

Mikilvægt skref í átt til friðar á Gaza svæðinu

Sættir á milli samtakanna eru taldar mikilvægur áfangi í átt að friði á milli Ísrael og Palestínu.
Sættir á milli samtakanna eru taldar mikilvægur áfangi í átt að friði á milli Ísrael og Palestínu. MYND/AP

Leiðtogar palestínsku Hamas og Fatah samtakanna hafa náð samkomulagi um fangaskipti. Hamas liðar hafa leyst félaga í Fatah hreyfingunni úr stofufangelsi og Fatah hreyfingin hefur sleppt um áttatíu Hamas liðum úr haldi.

Hamas samtökin eru ríkjandi á Gaza svæðinu og Fatah samtökin á Vesturbakkanum. Fangaskiptin eru niðurstaða friðarumræðna sem nú fara fram í Kaíró.

Sættir á milli samtakanna eru taldar mikilvægur áfangi í átt að friði á milli Ísrael og Palestínu. Hugmyndafræði þessara tveggja samtaka er um margt ólík, Fatah hafna því að beita ofbeldi en Hamas neita að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×