Innlent

Nauðungarsölum fjölgar en fjárnámsbeiðnum fækkar

MYND/Valgarður

Nauðungarsölur sýslumannsins í Reykjavík á fasteignum og bifreiðum eru álíka margar nú og þær voru allt árið í fyrra. Fjárnámsbeiðnir eru hins vegar færri.

Fjörtíu og níu fasteignir voru seldar nauðungarsölu í október. Alls hafa því 135 fasteigir verið seldar nauðungarsölu á vegum sýslumannsins í Reykjavík það sem af er árinu. Tölurnar gætu þó breyst aðeins þar sem einstaklingar hafa tvær vikur eftir uppboð til að reyna að bjarga eignum sínum. Fjöldi þeirra fasteigna sem seldur hefur verið nauðungarsölu er orðinn nær jafn mikill og allt árið í fyrra en þá voru þær 137.

Þá hafa 409 bílar verið seldir nauðungarsölu á þessu ári en sjötíu voru seldir í október. Þetta er svipað því sem selt var allt árið í fyrra en þá voru 419 bílar seldir nauðungarsölu.

Fjárnámsbeiðnir sem borist hafa sýslumanninum það sem af er ári eru rúmlega sextán þúsund sem er nokkuð minna en á sama tíma í fyrra en þá voru þær sautján þúsund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×