Erlent

Íbúar í Obama halda með Barack

Íbúar fiskibæjarins Obama í Japan undurbúa nú heljarinnar veislu og kosningavöku til að fylgjast með gengi nafna síns í forsetakosningum í Bandaríkjunum.

Um 50 bæjarbúar í stuttermabolum með áletruninni „Ég elska Obama" æfðu um helgina húladans til að fagna frambjóðandanum, sem fæddist í Honolulu. Þeir vonast til að hann sigri kosningarnar, og heimsæki bæinn þegar hann er orðinn forseti Bandaríkjanna.

Búðir í Obama, sem þýðir „lítil strönd" á japönsku, selja nú allt frá stuttermabolum, fiskiborgurum og gotteríi til matarprjóna með nafni Obama. Þá segir Reuters fréttastofan að meðlimir húla-hóps í bænum hafa ferðast til Hawaii til að fagna sigri Obama á Hillary Clinton á sínum tíma. Hópurinn hyggi einnig á að vera viðstaddur embættistöku hans ef hann vinnur. Bæjarbúar vonast til þess að nafnið veki athygli á bænum og laði að honum ferðamenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×