Innlent

Hvetja fólk til að hætta að borga skuldir sínar

MYND/Hari

Tvær hreyfingar eru í mótun þar sem fólk er hvatt til að hætta að borga skuldir sínar. Almennir borgarar eigi rétt á sömu meðferð og bankamenn.

Fjöldapóstur hefur gengið manna á milli undir yfirskriftinni Borgum ekki. Er þar lagt til að stofnuð verði þjóðarhreyfing og fólk hvatt til að borga ekki skuldir sínar við bankanna.

Í bréfinu segir að það sé eina leiðin til að knýja fram breytingar á skuldum landsmanna. Á samskiptavefnum Facebook hefur einnig verið stofnuð síða undir nafninu Afskrifum skuldir okkar. Þar er krafist réttlætis fyrir borgara þessa lands og komandi kynslóðir. Sé hægt að afskrifa skuldir bankamanna þá skuli jafnt yfir alla ganga.

Stjórnmálamenn eru beðnir um að tala íslensku og sleppa öllu pólitíkusaþvaðri. Sagt er stopp við öllu leynimakki og allt eigi að vera uppi á borðinu. Þar sem bankarnir eru nú þjóðareign eigi fólkið í landinu allan rétt á að vita hvað stjórnir bankanna eru að gera eða gera ekki fyrir fólkið landinu.

Upphafsmaður síðunnar segist ekki vilja fleiri blaðamannafundi sem ekki segja honum neitt. Hann vilji fá að vita hvernig hann eigi að fara að því að fæða og klæða börnin sín í framtíðinni. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×