Erlent

Segja Rússa og Georgíumenn hafa notað klasasprengjur í átökum

MYND/AP

Að minnsta kosti 25 óbreyttir borgarar létust af völdum klasasprengja sem notaðar voru í átökum Rússa og Georgíumanna í ágústmánuði. Þessu halda fulltrúar mannréttindasamstakanna Human Rights Watch fram.

Eins og kunnugt er deildu Rússar og Georgíumenn um afdrif héraðsins Suður-Ossetíu og segja mannréttindasamtökin að báðir aðilar hafi notað klasasprengjurí bardögum. Slíkum sprengjum er varpað úr flugvélum og skipta þær sér upp í hundruð minni sprengja sem valdið geta tjóni löngu eftir að þær lenda á jörðu. Reynt hefur verið að ná samkomulagi um bann við slíkum sprengjum á heimsvísu en það hefur ekki tekist.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×