Fleiri fréttir Fyrirtæki sýknað af bótakröfu vegna flugeldaslyss Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fyrirtæki af um 14,5 milljóna króna bótakröfu karlmanns vegna flugeldaslyss sem hann varð fyrir í janúar árið 2006. 20.11.2008 15:39 Ólafur tjáir sig ekki um bókina Fréttir upp úr bók Guðjóns Friðrikssonar, Saga af forseta, hafa birst í fjölmiðlum í dag. Þar hefur ýmislegt fróðlegt komið fram eins og t.d afskipti Davíðs Oddssonar af hjónavígslu forsetans og Dorritar. 20.11.2008 15:20 Fá ekki að skila útboðslóðum eða atvinnulóðum í borginni Þeir aðilar sem fengu úthlutað lóð á grundvelli útboðs árið 2006 geta ekki skilað þeim til Reykjavíkurborgar enda var slíkt ekki í upphaflegum skilmálum. 20.11.2008 15:17 Umhverfisráðherra vill kosningar á næsta ári Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segist vera þeirrar skoðunnar að boða eigi til kosninga á næsta ári. Hún segir atburði síðustu daga og vikna vera þeirra gerðar að þeir sem komi að uppbyggingarstarfinu verði að hafa til þess skýrt umboð. Þórunn er fyrst ráðherra til þess að lýsa því yfir að hún vilji ganga til kosninga á næstunni. 20.11.2008 15:09 Bretar lána 460 milljarða vegna innistæðuskulda Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að lána íslenskum stjórnvöldum 2,2 milljarða punda, jafnvirði nærri 460 milljarða króna, og er það sagður hluti af samkomulagi sem gert hafi verið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 20.11.2008 15:05 Feðgar dæmdir fyrir húsbrot Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt föður og tvo syni í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot hjá manni sem leigði hjá dóttur mannsins og systur bræðranna. Ákæran í málinu var í þremur liðum. 20.11.2008 14:34 Undirbúa sóknaráætlun fyrir Reykjavík í kreppunni Borgarráð samþykkti fyrr í dag einróma tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra um að undirbúin verði sóknaráætlun fyrir Reykjavík vegna þeirra verkefna sem borgin stendur frammi fyrir í ljósi breytinga í efnahagsumhverfinu. 20.11.2008 13:43 Ríkisstjórnin þarf að hreinsa til hjá sjálfri sér Hefja verður uppstokkun í stjórnkerfinu strax og á fyrsta verk að vera að skipta út þeim ráðamönnum sem sannarlega hafa ekki staðið sig. 20.11.2008 13:33 Ólafur gerði Davíð orðlausan Ólafur Ragnar Grímsson lýsir tuttugu sekúndna löngu símtali sínu við Davíð Oddsson þar sem hann tilkynnti honum um að hann ætlaði að beita málskotsrétti sínum og synja fjölmiðlalögunum. Ástæðu þess að símtalið stóð yfir í svo stuttan tíma segir Ólafur hafa verið þögn Davíðs, hann hafi verið svo gáttaður að hann kom ekki upp orði. 20.11.2008 13:09 Yfir sex þúsund manns á atvinnuleysisskrá Tæplega 6.150 manns eru á atvinnuleysisskrá í dag samkvæmt tölum á vef Vinnumálastofnunar. 20.11.2008 13:06 Ungir framsóknarmenn bjóða Davíð Oddssyni í hádegisverð Ungir framsóknarmenn hafa sent Davíð Oddssyni opið bréf og bjóða honum í grjónagraut og slátur í hádeginu á laugardaginn. Í bréfinu segjast ungir framsóknarmenn hafa heyrt Davíð segja svo merkilega hluti á fundi Viðskiptaráðs á þriðjudaginn, meðal annars um það hvernig Davíð hefði séð bankakreppuna fyrir og reynt að vara alla við. 20.11.2008 13:03 Hollenskur öldungur áfram í haldi vegna hassmáls Hollenski öldungurinn, sem gripinn var með um 190 kíló af hassi, kókaín og marijúana í húsbíl sínum við komuna til landsins með Norrænu í júní, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. desember. 20.11.2008 12:54 Valgerður fagnar IMF áfanga Valgerður Sverrisdóttir segir það fagnaðarefni að þeim áfanga skuli hafa verið náð að taka lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og gera út um deilur vegna Icesave. 20.11.2008 12:51 Bretar hvattir til minni garðyrkjustarfa til að bjarga þröstum Þröstum hefur fækkað um sjötíu prósent í borgum og bæjum í Bretlandi á síðustu þrjátíu árum. Bretar eru hvattir til þess að vera latir í garðinum til að bjarga þessu við. 20.11.2008 12:39 Ræddu nágrannavörslu í Garðabæ Íbúar í götum sem liggja að Seljuási og Hlíðarási í Garðabæ mættu á fund sem haldinn var í gærkvöld um nágrannavörslu í hverfinu. Nágrannavarslan er samstarfsverkefni Garðabæjar og svæðisstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Garðabæ. 20.11.2008 12:32 Meiri stemmning í sjávarútveginum en um árabil Íslenskir frystitogarar hafa skilað á land aflaverðmæti sem nemur tveimur milljörðum króna síðustu daga. Meiri stemmning er í greininni en um árabil. 20.11.2008 12:29 Ingibjörg: Tvö næstu ár verða þjóðinni erfið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir næstu tvö ár verða þjóðinni erfið og segir afar mikilvægt að allir aðilar gangi í takt. Þetta kom fram í máli hennar í umræðum um þingsályktunartillögu um samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á Alþingi í dag. 20.11.2008 12:20 Davíð fyrir viðskiptanefnd vegna ummæli um aðgerðir Breta Davíð Oddsson seðlabankastjóri verður kallaður á fund viðskiptanefndar Alþingis í næstu viku og þess krafist að hann skýri ummæli sín frá því í fyrradag um að hann hefði vitneskju um hvað hefði ráðið afstöðu breskra yfirvalda þegar hryðuverkalögum var beitt gegn Íslandi. Þau ummæli lét hann falla á fundi Viðskiptaráðs en vildi ekki gefa upp hvað hefði ráðið afstöðu Breta. 20.11.2008 12:06 Steingrímur: Ríkisstjórnin biðjist lausnar Steingrímur J. Sigfússon formaður VG, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í umræðum um IMF lánið á Alþingi í dag. Hann kallaði umræðuna „eftiráumræðu“ og honum fannst sérkennilegt að heyra í forsætisráðherra tala eins og það væri verið að sýna Alþingi sérstaka „virðingu“ með því að taka málið upp á þingi. Enn undarlegra væri að hlusta á Geir tala eins og það hefði fyllilega komið til álita að gera þetta án þess að þingið kæmi að málum. Hann gagnrýndi einnig deilur á milli ríkistjórnarflokkanna og sagði ástand ríkisstjórnarinnar vera þannig að hún ætti að biðjast lausnar sem fyrst. 20.11.2008 11:43 Þurfa að sækja um greiðslujöfnun fyrir miðvikudaginn Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur gefið út reglugerð um frest einstaklinga til að óska eftir greiðslujöfnun fasteignaveðlána sinna samkvæmt nýsamþykktum lögum um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga. 20.11.2008 11:27 Deildu um hvort yfirstjórn Seðlabankans ætti að víkja Geir H. Haarde forsætisráðherra og Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, deildu hart um það hvort stjórn Seðlabankans ætti að víkja þegar ráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu um samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 20.11.2008 11:09 Spurði hvort Sjálfstæðisflokkur hefði lært eitthvað á gjaldþroti Heilsuverndarstöðvar Sjálfstæðisflokkurinn var inntur eftir því á Alþingi í dag hvort hann hygðist halda áfram óbreyttri stefnu varðandi einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar þrátt fyrir gjaldþrot Heilsuverndarstöðvarinnar. 20.11.2008 11:05 Samfylkingin í Garðabæ vill bankastjórn Seðlabankans burt Á aðalfundi Félags Samfylkingarinnar í Garðabæ í gærkvöldi kom fram að allar forsendur ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn séu nú gjörbreyttar. Fundurinn telur því að endurnýja þurfi umboð stjórnmálaflokkanna allra í síðasta lagi vorið 2009. 20.11.2008 11:01 Ritstjóri Fréttablaðsins: Seðlabankinn ákveður pólitíska umræðu Markmið bankastjórnar Seðlabankans með ræðu Davíðs Oddssonar á fundi Viðskiptaráðs í vikunni var tvíþætt, að þvo hendur sínar og að sýna að bankastjórnin getur ákveðið dagskrá pólitískrar umræðu. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, í leiðara blaðsins í dag. Þorsteinn segir að seinna markmiðið hafi náðst. Ríkisstjórnin hafi komist í vörn. 20.11.2008 11:00 Um 250 vildu í Latabæ eftir bankahrunið Um 250 atvinnuumsóknir bárust Latabæ snemma í október þegar bankakerfið hrundi eftir því sem fram kemur í viðtali Reuters-fréttastofunnar við Magnús Scheving, höfund Latabæjar. 20.11.2008 10:27 Vilja samninga við Samflotið Stjórn og trúnaðarráð Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi (FOSS), skorar á sveitarstjórnir á Suðurlandi eða Launanefnd sveitarfélaga að ganga nú þegar til samninga við Samflot bæjarstarfsmannafélaga. Þetta kemur fram á ályktun sem samþykkt var í fundi þriðjudaginn 18. nóvember. 20.11.2008 10:18 Bretar, Þjóðverjar og Hollendingar heita samstarfi Þjóðverjar, Hollendingar og Bretar fagna því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hyggist lána Íslandi 2,1 milljarð dollara til þess að koma á stöðugleika og segjast munu vinna með íslenskum stjórnvöldum að lausn deilna vegna innistæðueigenda hjá íslensku bönkunum í útlöndum. 20.11.2008 10:06 Um sex prósenta kaupmáttarrýrnun á einu ári Kaupmáttarrýrnun almennings á síðstu tólf mánuðum hér á landi nemur um það bil sex prósentum ef marka má þróun verðbólgu og launavísitölu 20.11.2008 09:52 IKEA innkallar gluggatjöld IKEA hefur ákveðið að innkalla felligluggatjöldin IRIS og ALVINE og biður alla þá sem eiga slík gluggatjöld með ákveðinni framleiðsludagsetningu að hafa samband við verslunina. Prófanir í Bandaríkjunum hafa sýnt að gluggatjöldin uppfylla ekki allar öryggiskröfur sem gerðar eru. Tilkynning frá IKEA er hér að neðan: 20.11.2008 09:51 Samið við starfsmenn Hitaveitu Suðurnesja Starfsmannafélög Suðurnesja, Hafnarfjarðar og Vestmannaeyja hafa náð samkomulagi við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Hitaveitu Suðurnesja um breytingar og framlengingu kjarasamnings til sex mánaða, 20.11.2008 09:23 Byggingarkostnaður hækkað um 26,8 prósent síðastliðið ár Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 26,8 prósent á síðustu tólf mánuðum. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar sem í dag birtir vísitölu byggingarkostnaðar fyrir desember. Vísitalan sem gildir í desember var reiknuð um miðjan nóvember og var þá 478,8 stig, sem er hækkun um 3,2 prósent frá fyrri mánuði. 20.11.2008 09:11 Reiknar raunaldur með aðstoð orma Vísindamenn í Kaliforníu segjast nú geta reiknað út raunverulegan líffræðilegan aldur fólks, óháð aldri þess í árum. 20.11.2008 08:40 Lést eftir árekstur við fljúgandi dádýr Dönsk kona á sextugsaldri beið bana í gær þegar hún lenti í árekstri við fljúgandi dádýr á þjóðvegi á Jótlandi. 20.11.2008 08:31 Grunuð um að myrða indverska nunnu Tveir kaþólskir prestar og ein nunna hafa verið handtekin á Indlandi, grunuð um að hafa myrt nunnu árið 1992. 20.11.2008 08:30 Rán á bensínstöð í Noregi Tvítugur maður sem rændi bensínstóð í norska bænum Moholt í Þrándheimi upp úr miðnætti í nótt fannst örskömmu síðar með hjálp leitarhunda. 20.11.2008 08:24 Norskir heróínfíklar hætta meðferð unnvörpum Norskir heróínfíklar sem komnir eru í meðferð hætta henni nú í stórum stíl og er ástandið orðið þannig að 50 prósent fleiri heróínfíklar detta nú út úr meðferðinni en fyrir fimm árum. 20.11.2008 08:20 Danir draga úr aðstoð við börn með sértæka örðugleika Færri börn með sértæka náms- eða hegðunarörðugleika munu njóta aðstoðar sérstakra stuðningsstofnana á borð við sérskóla í Kaupmannahöfn en verið hefur. 20.11.2008 08:18 Grímsnesið ekki enn komið í land eftir strand í gær Dragnótabáturinn Grímsnes GK, sem strandaði á sandrifi austan við Skarðsfjöruvita á Suðurströndinni seint í gærkvöldi með níu manna áhöfn, er ekki enn kominn til lands. 20.11.2008 07:20 Tæp 52 prósent landsmanna hlynnt ESB-aðild Tæp 52 prósent landsmanna eru hlynnt aðild að Evrópusambandinu og rösklega 62 prósent eru hlynnt því að teknar verði upp aðildarviðræður við sambandið, samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins. 20.11.2008 07:18 Hugur í ferðaþjónustunni Mikill hugur er í ferðaþjónustufólki, sem sér tækifæri í að nýta sér lágt gengi krónunnar til að laða að fleiri ferðamenn en ella. 20.11.2008 07:14 IMF lánar Íslendingum 2,1 milljarð dollara Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti á fundi sínum í Washington í gærkvöldi,að lána Íslendingum rúma tvo milljarða dollara til að koma á efnahagsstöðugleika hér á landi. 20.11.2008 07:11 Tjá sig ekki um vöruskipti RÚV Í áliti samkeppniseftirlitsins um stöðu og háttsemi RÚV á auglýsingamarkaði ljósvakamiðla, sem birt var á föstudag, kemur fram að RÚV hafi boðið birtingar á auglýsingum í skiptum fyrir vörur. Í ályktuninni er ekki útskýrt nánar hvers konar vöruskipti er um að ræða. Auglýsingastjóri RÚV vill ekki tjá sig um málið. 20.11.2008 04:45 Stjórn IMF samþykkti lánabeiðni Íslendinga Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán. 19.11.2008 23:09 Yfir sextíu prósent landsmanna vilja aðildarviðræður Hreinn meirihluti þjóðarinnar er hlynntur aðild að Evrópusambandinu og vill taka upp evru. Þetta eru megin niðurstöður könnunar sem CapaCent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í lok október. 19.11.2008 22:18 Segir atburði í fjarlægum löndum hafa orsakað fall bankanna Atburðir í fjarlægum löndum orsökuðu fall íslensku bankanna, að mati Jóns Sigurðssonar stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins og varaformanns bankaráðs Seðlabankans. Jón var gestur Helga Seljans í Kastljósi fyrr í kvöld. 19.11.2008 21:15 Sjá næstu 50 fréttir
Fyrirtæki sýknað af bótakröfu vegna flugeldaslyss Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fyrirtæki af um 14,5 milljóna króna bótakröfu karlmanns vegna flugeldaslyss sem hann varð fyrir í janúar árið 2006. 20.11.2008 15:39
Ólafur tjáir sig ekki um bókina Fréttir upp úr bók Guðjóns Friðrikssonar, Saga af forseta, hafa birst í fjölmiðlum í dag. Þar hefur ýmislegt fróðlegt komið fram eins og t.d afskipti Davíðs Oddssonar af hjónavígslu forsetans og Dorritar. 20.11.2008 15:20
Fá ekki að skila útboðslóðum eða atvinnulóðum í borginni Þeir aðilar sem fengu úthlutað lóð á grundvelli útboðs árið 2006 geta ekki skilað þeim til Reykjavíkurborgar enda var slíkt ekki í upphaflegum skilmálum. 20.11.2008 15:17
Umhverfisráðherra vill kosningar á næsta ári Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segist vera þeirrar skoðunnar að boða eigi til kosninga á næsta ári. Hún segir atburði síðustu daga og vikna vera þeirra gerðar að þeir sem komi að uppbyggingarstarfinu verði að hafa til þess skýrt umboð. Þórunn er fyrst ráðherra til þess að lýsa því yfir að hún vilji ganga til kosninga á næstunni. 20.11.2008 15:09
Bretar lána 460 milljarða vegna innistæðuskulda Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að lána íslenskum stjórnvöldum 2,2 milljarða punda, jafnvirði nærri 460 milljarða króna, og er það sagður hluti af samkomulagi sem gert hafi verið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 20.11.2008 15:05
Feðgar dæmdir fyrir húsbrot Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt föður og tvo syni í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot hjá manni sem leigði hjá dóttur mannsins og systur bræðranna. Ákæran í málinu var í þremur liðum. 20.11.2008 14:34
Undirbúa sóknaráætlun fyrir Reykjavík í kreppunni Borgarráð samþykkti fyrr í dag einróma tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra um að undirbúin verði sóknaráætlun fyrir Reykjavík vegna þeirra verkefna sem borgin stendur frammi fyrir í ljósi breytinga í efnahagsumhverfinu. 20.11.2008 13:43
Ríkisstjórnin þarf að hreinsa til hjá sjálfri sér Hefja verður uppstokkun í stjórnkerfinu strax og á fyrsta verk að vera að skipta út þeim ráðamönnum sem sannarlega hafa ekki staðið sig. 20.11.2008 13:33
Ólafur gerði Davíð orðlausan Ólafur Ragnar Grímsson lýsir tuttugu sekúndna löngu símtali sínu við Davíð Oddsson þar sem hann tilkynnti honum um að hann ætlaði að beita málskotsrétti sínum og synja fjölmiðlalögunum. Ástæðu þess að símtalið stóð yfir í svo stuttan tíma segir Ólafur hafa verið þögn Davíðs, hann hafi verið svo gáttaður að hann kom ekki upp orði. 20.11.2008 13:09
Yfir sex þúsund manns á atvinnuleysisskrá Tæplega 6.150 manns eru á atvinnuleysisskrá í dag samkvæmt tölum á vef Vinnumálastofnunar. 20.11.2008 13:06
Ungir framsóknarmenn bjóða Davíð Oddssyni í hádegisverð Ungir framsóknarmenn hafa sent Davíð Oddssyni opið bréf og bjóða honum í grjónagraut og slátur í hádeginu á laugardaginn. Í bréfinu segjast ungir framsóknarmenn hafa heyrt Davíð segja svo merkilega hluti á fundi Viðskiptaráðs á þriðjudaginn, meðal annars um það hvernig Davíð hefði séð bankakreppuna fyrir og reynt að vara alla við. 20.11.2008 13:03
Hollenskur öldungur áfram í haldi vegna hassmáls Hollenski öldungurinn, sem gripinn var með um 190 kíló af hassi, kókaín og marijúana í húsbíl sínum við komuna til landsins með Norrænu í júní, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. desember. 20.11.2008 12:54
Valgerður fagnar IMF áfanga Valgerður Sverrisdóttir segir það fagnaðarefni að þeim áfanga skuli hafa verið náð að taka lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og gera út um deilur vegna Icesave. 20.11.2008 12:51
Bretar hvattir til minni garðyrkjustarfa til að bjarga þröstum Þröstum hefur fækkað um sjötíu prósent í borgum og bæjum í Bretlandi á síðustu þrjátíu árum. Bretar eru hvattir til þess að vera latir í garðinum til að bjarga þessu við. 20.11.2008 12:39
Ræddu nágrannavörslu í Garðabæ Íbúar í götum sem liggja að Seljuási og Hlíðarási í Garðabæ mættu á fund sem haldinn var í gærkvöld um nágrannavörslu í hverfinu. Nágrannavarslan er samstarfsverkefni Garðabæjar og svæðisstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Garðabæ. 20.11.2008 12:32
Meiri stemmning í sjávarútveginum en um árabil Íslenskir frystitogarar hafa skilað á land aflaverðmæti sem nemur tveimur milljörðum króna síðustu daga. Meiri stemmning er í greininni en um árabil. 20.11.2008 12:29
Ingibjörg: Tvö næstu ár verða þjóðinni erfið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir næstu tvö ár verða þjóðinni erfið og segir afar mikilvægt að allir aðilar gangi í takt. Þetta kom fram í máli hennar í umræðum um þingsályktunartillögu um samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á Alþingi í dag. 20.11.2008 12:20
Davíð fyrir viðskiptanefnd vegna ummæli um aðgerðir Breta Davíð Oddsson seðlabankastjóri verður kallaður á fund viðskiptanefndar Alþingis í næstu viku og þess krafist að hann skýri ummæli sín frá því í fyrradag um að hann hefði vitneskju um hvað hefði ráðið afstöðu breskra yfirvalda þegar hryðuverkalögum var beitt gegn Íslandi. Þau ummæli lét hann falla á fundi Viðskiptaráðs en vildi ekki gefa upp hvað hefði ráðið afstöðu Breta. 20.11.2008 12:06
Steingrímur: Ríkisstjórnin biðjist lausnar Steingrímur J. Sigfússon formaður VG, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í umræðum um IMF lánið á Alþingi í dag. Hann kallaði umræðuna „eftiráumræðu“ og honum fannst sérkennilegt að heyra í forsætisráðherra tala eins og það væri verið að sýna Alþingi sérstaka „virðingu“ með því að taka málið upp á þingi. Enn undarlegra væri að hlusta á Geir tala eins og það hefði fyllilega komið til álita að gera þetta án þess að þingið kæmi að málum. Hann gagnrýndi einnig deilur á milli ríkistjórnarflokkanna og sagði ástand ríkisstjórnarinnar vera þannig að hún ætti að biðjast lausnar sem fyrst. 20.11.2008 11:43
Þurfa að sækja um greiðslujöfnun fyrir miðvikudaginn Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur gefið út reglugerð um frest einstaklinga til að óska eftir greiðslujöfnun fasteignaveðlána sinna samkvæmt nýsamþykktum lögum um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga. 20.11.2008 11:27
Deildu um hvort yfirstjórn Seðlabankans ætti að víkja Geir H. Haarde forsætisráðherra og Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, deildu hart um það hvort stjórn Seðlabankans ætti að víkja þegar ráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu um samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 20.11.2008 11:09
Spurði hvort Sjálfstæðisflokkur hefði lært eitthvað á gjaldþroti Heilsuverndarstöðvar Sjálfstæðisflokkurinn var inntur eftir því á Alþingi í dag hvort hann hygðist halda áfram óbreyttri stefnu varðandi einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar þrátt fyrir gjaldþrot Heilsuverndarstöðvarinnar. 20.11.2008 11:05
Samfylkingin í Garðabæ vill bankastjórn Seðlabankans burt Á aðalfundi Félags Samfylkingarinnar í Garðabæ í gærkvöldi kom fram að allar forsendur ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn séu nú gjörbreyttar. Fundurinn telur því að endurnýja þurfi umboð stjórnmálaflokkanna allra í síðasta lagi vorið 2009. 20.11.2008 11:01
Ritstjóri Fréttablaðsins: Seðlabankinn ákveður pólitíska umræðu Markmið bankastjórnar Seðlabankans með ræðu Davíðs Oddssonar á fundi Viðskiptaráðs í vikunni var tvíþætt, að þvo hendur sínar og að sýna að bankastjórnin getur ákveðið dagskrá pólitískrar umræðu. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, í leiðara blaðsins í dag. Þorsteinn segir að seinna markmiðið hafi náðst. Ríkisstjórnin hafi komist í vörn. 20.11.2008 11:00
Um 250 vildu í Latabæ eftir bankahrunið Um 250 atvinnuumsóknir bárust Latabæ snemma í október þegar bankakerfið hrundi eftir því sem fram kemur í viðtali Reuters-fréttastofunnar við Magnús Scheving, höfund Latabæjar. 20.11.2008 10:27
Vilja samninga við Samflotið Stjórn og trúnaðarráð Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi (FOSS), skorar á sveitarstjórnir á Suðurlandi eða Launanefnd sveitarfélaga að ganga nú þegar til samninga við Samflot bæjarstarfsmannafélaga. Þetta kemur fram á ályktun sem samþykkt var í fundi þriðjudaginn 18. nóvember. 20.11.2008 10:18
Bretar, Þjóðverjar og Hollendingar heita samstarfi Þjóðverjar, Hollendingar og Bretar fagna því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hyggist lána Íslandi 2,1 milljarð dollara til þess að koma á stöðugleika og segjast munu vinna með íslenskum stjórnvöldum að lausn deilna vegna innistæðueigenda hjá íslensku bönkunum í útlöndum. 20.11.2008 10:06
Um sex prósenta kaupmáttarrýrnun á einu ári Kaupmáttarrýrnun almennings á síðstu tólf mánuðum hér á landi nemur um það bil sex prósentum ef marka má þróun verðbólgu og launavísitölu 20.11.2008 09:52
IKEA innkallar gluggatjöld IKEA hefur ákveðið að innkalla felligluggatjöldin IRIS og ALVINE og biður alla þá sem eiga slík gluggatjöld með ákveðinni framleiðsludagsetningu að hafa samband við verslunina. Prófanir í Bandaríkjunum hafa sýnt að gluggatjöldin uppfylla ekki allar öryggiskröfur sem gerðar eru. Tilkynning frá IKEA er hér að neðan: 20.11.2008 09:51
Samið við starfsmenn Hitaveitu Suðurnesja Starfsmannafélög Suðurnesja, Hafnarfjarðar og Vestmannaeyja hafa náð samkomulagi við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Hitaveitu Suðurnesja um breytingar og framlengingu kjarasamnings til sex mánaða, 20.11.2008 09:23
Byggingarkostnaður hækkað um 26,8 prósent síðastliðið ár Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 26,8 prósent á síðustu tólf mánuðum. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar sem í dag birtir vísitölu byggingarkostnaðar fyrir desember. Vísitalan sem gildir í desember var reiknuð um miðjan nóvember og var þá 478,8 stig, sem er hækkun um 3,2 prósent frá fyrri mánuði. 20.11.2008 09:11
Reiknar raunaldur með aðstoð orma Vísindamenn í Kaliforníu segjast nú geta reiknað út raunverulegan líffræðilegan aldur fólks, óháð aldri þess í árum. 20.11.2008 08:40
Lést eftir árekstur við fljúgandi dádýr Dönsk kona á sextugsaldri beið bana í gær þegar hún lenti í árekstri við fljúgandi dádýr á þjóðvegi á Jótlandi. 20.11.2008 08:31
Grunuð um að myrða indverska nunnu Tveir kaþólskir prestar og ein nunna hafa verið handtekin á Indlandi, grunuð um að hafa myrt nunnu árið 1992. 20.11.2008 08:30
Rán á bensínstöð í Noregi Tvítugur maður sem rændi bensínstóð í norska bænum Moholt í Þrándheimi upp úr miðnætti í nótt fannst örskömmu síðar með hjálp leitarhunda. 20.11.2008 08:24
Norskir heróínfíklar hætta meðferð unnvörpum Norskir heróínfíklar sem komnir eru í meðferð hætta henni nú í stórum stíl og er ástandið orðið þannig að 50 prósent fleiri heróínfíklar detta nú út úr meðferðinni en fyrir fimm árum. 20.11.2008 08:20
Danir draga úr aðstoð við börn með sértæka örðugleika Færri börn með sértæka náms- eða hegðunarörðugleika munu njóta aðstoðar sérstakra stuðningsstofnana á borð við sérskóla í Kaupmannahöfn en verið hefur. 20.11.2008 08:18
Grímsnesið ekki enn komið í land eftir strand í gær Dragnótabáturinn Grímsnes GK, sem strandaði á sandrifi austan við Skarðsfjöruvita á Suðurströndinni seint í gærkvöldi með níu manna áhöfn, er ekki enn kominn til lands. 20.11.2008 07:20
Tæp 52 prósent landsmanna hlynnt ESB-aðild Tæp 52 prósent landsmanna eru hlynnt aðild að Evrópusambandinu og rösklega 62 prósent eru hlynnt því að teknar verði upp aðildarviðræður við sambandið, samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins. 20.11.2008 07:18
Hugur í ferðaþjónustunni Mikill hugur er í ferðaþjónustufólki, sem sér tækifæri í að nýta sér lágt gengi krónunnar til að laða að fleiri ferðamenn en ella. 20.11.2008 07:14
IMF lánar Íslendingum 2,1 milljarð dollara Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti á fundi sínum í Washington í gærkvöldi,að lána Íslendingum rúma tvo milljarða dollara til að koma á efnahagsstöðugleika hér á landi. 20.11.2008 07:11
Tjá sig ekki um vöruskipti RÚV Í áliti samkeppniseftirlitsins um stöðu og háttsemi RÚV á auglýsingamarkaði ljósvakamiðla, sem birt var á föstudag, kemur fram að RÚV hafi boðið birtingar á auglýsingum í skiptum fyrir vörur. Í ályktuninni er ekki útskýrt nánar hvers konar vöruskipti er um að ræða. Auglýsingastjóri RÚV vill ekki tjá sig um málið. 20.11.2008 04:45
Stjórn IMF samþykkti lánabeiðni Íslendinga Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán. 19.11.2008 23:09
Yfir sextíu prósent landsmanna vilja aðildarviðræður Hreinn meirihluti þjóðarinnar er hlynntur aðild að Evrópusambandinu og vill taka upp evru. Þetta eru megin niðurstöður könnunar sem CapaCent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í lok október. 19.11.2008 22:18
Segir atburði í fjarlægum löndum hafa orsakað fall bankanna Atburðir í fjarlægum löndum orsökuðu fall íslensku bankanna, að mati Jóns Sigurðssonar stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins og varaformanns bankaráðs Seðlabankans. Jón var gestur Helga Seljans í Kastljósi fyrr í kvöld. 19.11.2008 21:15