Innlent

Um sex prósenta kaupmáttarrýrnun á einu ári

Kaupmáttarrýrnun almennings á síðstu tólf mánuðum hér á landi nemur um það bil sex prósentum ef marka má þróun verðbólgu og launavísitölu.

Hagstofan birti í dag nýja launavísitölu fyrir október og þar kemur fram að hún hækkaði um 0,3 prósent frá fyrra mánuði. Í hækkuninni gætir meðal annars áhrifa samninga Læknafélags Íslands og Félags prófessora við ríkið.

Þegar horft er til síðustu tólf mánaða hefur launavísitalan hækkað um 8,8 prósent en á sama tíma er verðbólgan 15,9 prósent. Þegar tekið hefur verið tillit til verðbólgu nemur kaupmáttarskerðingin um sex prósentum. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×