Erlent

Rán á bensínstöð í Noregi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tvítugur maður sem rændi bensínstóð í norska bænum Moholt í Þrándheimi upp úr miðnætti í nótt fannst örskömmu síðar með hjálp leitarhunda.

Maðurinn var vopnaður skammbyssu og krafðist þess að fá peninga úr afgreiðslukassa. Voru sérsveitarmenn kallaðir til ásamt hundum. Hundarnir röktu slóð ræningjans í einu vetfangi að íbúð skammt frá þar sem þrír menn voru staddir. Þeir voru allir handteknir og og játuðu að ræninginn hefði komið á staðinn og skipt um föt. Í kjölfarið var hann handtekinn í annarri íbúð skammt frá og telst málið upplýst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×