Innlent

Ritstjóri Fréttablaðsins: Seðlabankinn ákveður pólitíska umræðu

Samfylkingin hefði allt eins getað slitið stjórnarsamstarfinu, að mati Þorsteins Pálssonar.
Samfylkingin hefði allt eins getað slitið stjórnarsamstarfinu, að mati Þorsteins Pálssonar.

Markmið bankastjórnar Seðlabankans með ræðu Davíðs Oddssonar á fundi Viðskiptaráðs í vikunni var tvíþætt, að þvo hendur sínar og að sýna að bankastjórnin getur ákveðið dagskrá pólitískrar umræðu. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, í leiðara blaðsins í dag. Þorsteinn segir að seinna markmiðið hafi náðst. Ríkisstjórnin hafi komist í vörn.

„Til marks um þann árangur er sá sterki stuðningur sem bankastjórnin fékk frá talsmönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Honum fylgdi viðurkenning á málefnalegri röksemdafærslu. Óhjákvæmileg gagnrýni sérfræðinga á hvítþvottinn gat verið eðlilegur fórnarkostnaður til að ná þessu pólitíska markmiði," segir Þorsteinn.

Hann segir að við slíkar aðstæður sé stjórnarandstaðan ekki líkleg til að vilja hrófla við bankastjórninni. Samfylkingin hefði allt eins getað notað ræðuna til að slíta stjórnarsamstarfinu. Bankastjórnin hefði fagnað því. Þá hefði sannast það sem þeir, er næst henni standa, hafi varað við í upphafi. Það hefði einnig getað leitt til kosninga í janúar. Þannig hefði mátt tefja Evrópuumræðuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×