Innlent

Davíð fyrir viðskiptanefnd vegna ummæli um aðgerðir Breta

MYND/Stöð 2
Davíð Oddsson seðlabankastjóri verður kallaður á fund viðskiptanefndar Alþingis í næstu viku og þess krafist að hann skýri ummæli sín frá því í fyrradag um að hann hefði vitneskju um hvað hefði ráðið afstöðu breskra yfirvalda þegar hryðuverkalögum var beitt gegn Íslandi. Þau ummæli lét hann falla á fundi Viðskiptaráðs en vildi ekki gefa upp hvað hefði ráðið afstöðu Breta.

Tillaga um að kalla seðlabankastjóra á fund viðskiptanefndarinnar var samþykkt í morgun, en það var Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem lagði hana fram. Næsti fundur nefndarinnar verður haldinn á fimmtudag í næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×