Innlent

Tæp 52 prósent landsmanna hlynnt ESB-aðild

Tæp 52 prósent landsmanna eru hlynnt aðild að Evrópusambandinu og rösklega 62 prósent eru hlynnt því að teknar verði upp aðildarviðræður við sambandið, samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins.

Rúm 22 prósent eru beinlínis andvíg aðildarviðræðum en hins vegar eru tæp 64 prósent fylgjandi því að taka upp evruna. Athygli vekur hversu sjónarmið flokksmanna stjórnarflokkanna eru ólík. Þannig eru rúm 80 prósent Samfylkingarmanna hlynnt aðild en aðeins 24 prósent Sjálfstæðismanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×