Innlent

Grímsnesið ekki enn komið í land eftir strand í gær

Dragnótabáturinn Grímsnes GK, sem strandaði á sandrifi austan við Skarðsfjöruvita á Suðurströndinni seint í gærkvöldi með níu manna áhöfn, er ekki enn kominn til lands.

Báturinn losnaði af strandstað skömmu síðar og sigldi í vesturátt með stefnuna á Vestmannaeyjar, fyrir eigin vélarafli, en sjókælingarbúnaður vélarinnar hafði laskast. Í gærdag þáði skipstjórinn boð varðskips um að draga sig til Eyja, en skipverjum tókst að lagfæra sjókælinguna, afþökkuðu aðstoðina og tóku stefnuna á Þorlákshöfn.

En undir morgun virðist eitthvað hafa bilað aftur og á skipið, sem er 180 tonn að stærð, um það bil 12 sjómílur ófarnar til Þorlákshafnar og er varðskipi siglt í átt að því. Þokkalegt veður er á svæðinu og eru skikpverjar ekki sagðir í neinni hættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×