Innlent

Valgerður fagnar IMF áfanga

Valgerður Sverrisdóttir.
Valgerður Sverrisdóttir.

Valgerður Sverrisdóttir segir það fagnaðarefni að þeim áfanga skuli hafa verið náð að taka lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og gera út um deilur vegna Icesave.

Hún sagði á Alþingi í dag að Íslendingar þurfi á trúverðugleika að halda. „Honum höfum við tapað og þetta er fyrsta skrefið í þá átt," sagði Valgerður en gagnrýndi um leið það sem hún kallaði seinagang í málinu. Hún spurði einnig hvernig stæði á því að Geir H. Haarde skuli aldrei hafa hitt kollega sinn George Brown undir fjögur augu til þess að leysa deiluna um Icesave.

Valgerður vék einnig að ummælum Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra sem hefur sagst vita hvaða samtöl hafi orsakað að Bretar beittu hryðjverkalögum á Landsbankann og spurði hún Geir að því hvort hann vissi um hvað væri að ræða.

Í andsvari sínu sagði Geir H. Haarde að hann teldi víst að um væri að ræða þær fullyrðingar að fjármunir hafi verið færðir úr Kaupthingi í Bretlandi og til Íslands. Þar stæði hins vegar orð gegn orði og í heildina séð væri afstaða Breta óafsakanleg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×