Innlent

Um 250 vildu í Latabæ eftir bankahrunið

Um 250 atvinnuumsóknir bárust Latabæ snemma í október þegar bankakerfið hrundi eftir því sem fram kemur í viðtali Reuters-fréttastofunnar við Magnús Scheving, höfund Latabæjar.

Fjallað er um hrunið hér á landi í viðtalinu og velgengni Latabæjarsjónvarpsþáttanna. Magnús segir í viðtalinu að íslenska þjóðin verði að taka á sig mikla skerðingu á lífsgæðum vegna bankahrunsins og að vissu leyti hoppi þjóðin 30 ár aftur í tímann. „En við verðum fljót að ná okkur á strik," segir hann.

Bent er á að um 50 manns starf að jafnaði við Latabæ og 160 þegar framleiðsla á nýjum þáttum stendur yfir. Hins vegar hafi orðið algjör sprenging í kjölfar bankahrunsins í upphafi október mánaðar þegar 250 manns sóttu um störf á þremur dögum, flestir þeirra bankastarfsmenn á leið úr starfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×