Innlent

Bretar, Þjóðverjar og Hollendingar heita samstarfi

Þjóðverjar, Hollendingar og Bretar fagna því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hyggist lána Íslandi 2,1 milljarð dollara til þess að koma á stöðugleika og segjast munu vinna með íslenskum stjórnvöldum að lausn deilna vegna innistæðueigenda hjá íslensku bönkunum í útlöndum.

Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu landanna sem þýska fjármálaráðuneyti sendi frá sér í morgun. Eins og kunnugt er hafa deilur staðið við Hollendinga og Breta vegna Icesave-reikninga Landsbankans og þá hefur einnig verið óvissa með innistæður Þjóðverja á Edge-innlánsreikningum Kaupþings.

Í yfirlýsingunni fagna þessar þjóðir því að íslensk stjórnvöld muni tryggja jafnræði milli innistæðueigenda. Viðræðum verði haldið áfram um samkomulag sem tryggi það að Ísland geti mætti sínum skuldbindingum. Þar er væntanlega átt við að þjóðirnar muni lána íslenskum stjórnvöldum fé til þess að geta greitt innistæðueigendum í útlöndum fé sitt hratt og örugglega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×