Innlent

Ræddu nágrannavörslu í Garðabæ

Bekkurinn var býsna þétt skipaður í gær. Mynd/ lögreglan.
Bekkurinn var býsna þétt skipaður í gær. Mynd/ lögreglan.

Íbúar í götum sem liggja að Seljuási og Hlíðarási í Garðabæ mættu á fund sem haldinn var í gærkvöld um nágrannavörslu í hverfinu. Nágrannavarslan er samstarfsverkefni Garðabæjar og svæðisstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Garðabæ. Nágrannavarslan felst meðal annars í því að íbúar taka höndum saman um að vernda heimili sín og nánasta umhverfi fyrir óboðnum gestum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var góð mæting á fundinn og íbúar áhugasamir um verkefnið. Þetta er annað hverfið í bænum sem tekur upp virka nágrannavörslu. Ætlunin er að útvíkka verkefnið til fleiri hverfa í Garðabæ og er ráðgert að næsti fundur fari fram í fyrstu vikunni i desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×