Innlent

Yfir sextíu prósent landsmanna vilja aðildarviðræður

Hreinn meirihluti þjóðarinnar er hlynntur aðild að Evrópusambandinu og vill taka upp evru. Þetta eru megin niðurstöður könnunar sem CapaCent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í lok október.

62,4% landsmanna eru mjög eða frekar hlynnt aðildarviðræður en 22,1% eru frekar eða mjög andvíg. 15,4% svöruðu hvorki né.

Í röðum stuðningsmanna fjögurra flokka eru fleiri hlynntur aðild að Evrópusambandinu en er henni andvígir. Í einum flokki er þessu öfugt farið.

Meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar eru 81% hlynntir aðild en 3% andvígir. 59% stuðningsmanna Framsóknarflokksins eru 59% hlynntir en 31% andvígir. 50% stuðningsmanna Frjálslynda flokksins eru 50% hlynntir en 28% andvígir. Meðal stuðningsmanna Vinstri grænna eru 45% hlynntir en 34% andvígir. Þá eru 24% stuðningsmanna Sjálfstæðismanna eru 24% hlynntir aðild en 54% andvígir.

Samkvæmt könnuninni eru stuðningsmenn Samfylkingarinnar flestir, þá Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og restina reka stuðningsmenn Frjálslynda flokksins.

,,Athygli vekur að þeir sem segjast skila auðu eða ekki kjósa eru litlu færri en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins. Í þeim hópi eru 51% hlynntir aðild en 26% henni andvígir," segir á heimasíðu Samtaka iðnaðarins.

Þegar spurt var um afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu sögðu 51,7% vera mjög eða frekar hlynnt aðild. 27,1% eru frekar eða mjög andvíg aðild og fimmtungur svaraði spurningunni hvorki né.

Fimmtungur landsmanna er frekar eða mjög andvíg upptöku evru í stað íslensku krónunnar. 27,6% svörðu hvorki né en 63,8 eru mjög eða frekar hlynnt upptöku evru.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×