Innlent

Ungir framsóknarmenn bjóða Davíð Oddssyni í hádegisverð

Þiggur Davíð boðið? Mynd/ GVA.
Þiggur Davíð boðið? Mynd/ GVA.

Ungir framsóknarmenn hafa sent Davíð Oddssyni opið bréf og bjóða honum í grjónagraut og slátur í hádeginu á laugardaginn. Í bréfinu segjast ungir framsóknarmenn hafa heyrt Davíð segja svo merkilega hluti á fundi Viðskiptaráðs á þriðjudaginn, meðal annars um það hvernig Davíð hefði séð bankakreppuna fyrir og reynt að vara alla við.

„Annað sem við getum rætt er þetta með Bretana. Við urðum rosalega spennt þegar þú sagðist vita hvers vegna Bretarnir hefðu notað hryðjuverkalög á okkur Íslendinga. Urðum síðan pínu skúffuð þegar þú vildir ekki segja af hverju. Við þekkjum nefnilega fólk, nánar tiltekið 80.385 karla og konur, sem eru svo reið út af þessum prakkaraskap í Gordon Brown að þau skrifuðu sig á heimasíðu til að segja honum að við séum ekki hryðjuverkamenn," segja ungir framsóknarmenn í bréfinu til Davíðs. .






Fleiri fréttir

Sjá meira


×