Fleiri fréttir

Fjórtán ára ölvaður unglingur velti bíl

Bílvelta varð í um hálf-fjögur leytið í nótt á Suðurlandsvegi skammt frá Bláfjöllum. Er lögreglan kom á staðinn kom í ljós að ökumaður bílsins var aðeins 14 ára gamall og þar að auki undir áhrifum áfengis.

Um 16.000 manns fögnuðu í Kópavogi

Aldrei fyrr hafa jafnmargir komið saman á Rútstúni í Kópavogi 17. júní og í þetta sinn. Talið er að 16 þúsund manns hafi notið fjölskylduskemmtunarinnar, leiktækja, söng- og skemmtiatriða og þjóðhátíðarávarpa. Þetta segir í fréttatilkynningu frá bænum.

Björninn unninn

Búið er að drepa ísbjörninn í Skagafirði. Guðný Jóhannesdóttir, ritstjóri Héraðsfréttablaðsins Feykis, staðfesti það rétt í þessu í samtali við Vísi en hún var sjónarvottur að atburðinum. Aldrei náðist að koma deyfilyfinu í björninn svo að hann var skotinn er hann tók á rás í átt að fjölmiðlafólki.

Anarkistar lýsa fánaskiptunum á hendur sér

Íslenskir anarkistar hafa lýst yfir ábyrgð á því að þjóðfáninn var klipptur niður af flaggstöng á byggingu stjórnarráðsins og byltingarfáni Jörundar hundadagakonungs hengdur þar með honum. Vísir birti myndir af atburðunum fyrir skömmu.

Sonur Danans í pössun á Hrauni meðan skotið er

Sonur danska villidýrafræðingsins Carstens Grøndahl er kominn í pössun hjá dönsku húsfreyjunni á Hrauni á meðan karl faðir hans svæfir ísbjörninn. Þetta sagði Guðný Jóhannesdóttir, ritstjóri Héraðsfréttablaðsins Feykis, í samtali við Vísi.

Beðið eftir að búrið komi til Skagafjarðar

Búr, sem nota á til að flytja ísbjörninn úr landi, er nú á leið til Skagafjarðar en það kom til landsins með Dananum Carsten Grøndahl sem er sérfræðingur í að meðhöndla villt dýr.

Veðurguðirnir leika við landsmenn

Þjóðhátíðin hefur farið fram í blíðskaparveðri, sól og hita víðast hvar um landið. Vindur er hægur og hiti á Suðurlandi nálgast 15 gráður.

Vopnahlé Ísraels og Hamas-samtakanna

Ísraelar og palestínsku Hamas-samtökin hafa samið um vopnahlé sem tekur gildi á fimmtudaginn. Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá þessu fyrir skömmu.

Íbúar Hrauns á Skaga hugsanlega fluttir brott

Lögreglan á Sauðárkróki íhugar nú að flytja íbúa bæjarins Hrauns á Skaga á brott á meðan deyfilyfi verður skotið í ísbjörninn með kvöldinu. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skagafjörður.com.

Ánægja með fjárfestingar í norrænum verkefnum

Á nýafstöðnum fundi sínum ræddu norrænu samstarfsráðherrarnir fjárhagsáætlun norrænu ráðherranefndarinnar sem eru tæpar 900 milljónir danskra króna, jafnvirði rúmlega 14 milljarða íslenskra króna.

Hyggjast kæra yfirflug í morgun

„Við ætlum að kæra þá,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, um áhöfn flugvélar sem flaug lágflug yfir svæðinu þar sem ísbjörninn heldur sig skammt frá bænum Hrauni.

Olíutankur á hliðina við flutninga í Eyjum

Óhapp varð þegar verið var að flytja 20 tonna þungan olíutank um hafnarsvæðið í Vestmannaeyjum út á Eiðið þar sem er sameiginleg olíubirgðastöð olíufélaganna í Eyjum.

Ástin blómstrar í Kaliforníu

Keith Boadwee og Kenny Latham frá Emeryville í Kaliforníu fagna ákaft eftir að hafa fengið í hendur fyrsta hjónavígsluleyfið sem gefið var út í Alemeda-sýslu í Kaliforníu en hjónabönd samkynhneigðra leyfast þar í fyrsta sinn í dag eftir að Hæstiréttur ríkisins úrskurðaði um miðjan maí að lög sem bönnuðu slík hjónabönd stæðust ekki.

Guðmundur og köttur hans sluppu naumlega úr brunanum

„Mundi er mikið hraustmenni en það hlýtur að taka á alla að lenda í svona,“ sagði Hrafn Jökulsson, íbúi í Trékyllisvík í Árneshreppi, en þar brann íbúðarhús Guðmundar Þorsteinssonar, Finnbogastaðir, í gærmorgun. Guðmundur og köttur hans komust einir af.

„Nú þarf að spyrna við fæti“

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði sitjandi ríkisstjórn hafa tekið við góðu búi er hann flutti hátíðarávarp sitt á Austurvelli um klukkan 11. Ráðherra ræddi um hræringar á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum og lánsfjárkreppu.

Björninn bíður hinna dönsku

Meðfylgjandi mynd náðist fyrir skömmu af ísbirninum í Skagafirði. Lögregla fylgist grannt með dýrinu á meðan komu danskra sérfræðinga er beðið.

Hátt í hundrað hafa drukknað í Kína

Hátt í hundrað manns hafa drukknað í miklum flóðum í suðurhluta Kína. Miklar rigningar hafa valdið flóðunum síðustu daga og er spáð frekara úrhelli næstu daga.

Danskur sérfræðingur kemur í dag til að fanga ísbjörninn

Dönsku sérfræðingarnir sem fanga eiga ísbjörninn sem sást í gær við bæinn Hraun á Skaga í Skagafirði eru væntanlegir til landsins um hálfþrjú í dag. Flogið er með þá og búrið sem þeir ætla að nota til að fanga björninn beint frá Kaupmannahöfn til Akureyrar.

Sjö í fangageymslum á höfuðborgarsvæðinu

Sjö manns gistu fangageymslur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í nótt auk þess sem tveir voru teknir við akstur grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna og sá þriðji grunaður um ölvun við akstur.

Ábúendur færa sig ekki um set

Ábúendur að Hrauni II, þar sem hvítabjörn hefst við, ætla ekki að rýma húsið í nótt þrátt fyrir vinsamleg tilmæli frá lögreglunni.

Hyggst þiggja boð Novator

Starfandi umhverfisráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, segir að boð Novator þess efnis að félagið greiði kostnaðinn vegna björgun hvítabjarnarins í Skagafirði verði þegið.

Varð skíthrædd þegar hún sá björninn

Karen Helga Steinsdóttir, sem gekk fram á ísbjörninn við Hraun á Skaga, segist hafa orðið skíthrædd þegar hún áttaði sig á hvað var á ferðinni.

Dregur úr hjartaþræðingum hjá karlmönnum eftir reykingabann

Verulega hefur dregið úr hjartaþræðingum hjá karlmönnum vegna alvarlegra kransæðaverkja eftir að reykingabannið tók gildi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Margt bendir til þess að óbeinar reykingar gætu haft skaðlegri áhrif á karla en konur.

Novator býðst til að kosta björgun bjarnarins

Að höfðu samráði við yfirvöld hefur Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, boðist til að standa straum af kostnaði sem kann að hljótast af því að bjarga ísbirninum sem gekk á land í Skagafirði og koma honum í öruggt og varanlegt umhverfi.

Ný sýning um uppbyggingu miðborgarinnar

Sérstök skipulagssýning um skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar verður opnuð af borgarstjóra að Laugavegi 33 á morgun, þjóðhátíðardaginn 17. júní, klukkan 13.

Réðst á sundlaugarstarfsmann á Selfossi

Rúður voru brotnar í leikskólanum Brimveri á Eyrarbakka um helgina. Maður var handtekinn grunaður um verknaðinn. Hann játaði að hafa brotið rúðurnar en hann réðist einnig á mann og vann tjón á bifreið sem var í grennd við leikskólann.

Mugabe telur Tsvangirai espa til ofbeldis

Robert Mugabe, forseti Simbabve hefur hótað að handtaka mótframbjóðanda sinn í komandi forsetakosningum, Morgan Tsvangirai, fyrir að espa til ofbeldis í landinu.

Skyttur komnar á vettvang á Hrauni

Skyttur eru mættar að Hrauni á Skaga í Skagafirði þar sem ísbjörn hefur hreiðrað um sig í æðarvarpinu. Eftir því sem heimamenn segja eru þar á ferðinni sömu menn og felldu ísbjörninn á Þverárfjalli milli Blönduóss og Sauðárkróki.

Búið að frelsa fólkið úr gíslingu í Hollandi

Hollenska lögreglan hefur frelsað fimm manns úr gíslingu og handtekið manninn sem tók fólkið í gíslingu í morgun í ráðhúsi borgarinnar Almelo í Hollandi. Ekki er vitað hvort einhver gíslanna hafi særst á meðan á gíslingunni stóð.

Verið að athuga hvort raunhæft er að svæfa ísbjörninn

,,Nú eru aðstæður allt aðrar og allir í öruggu skjóli," segir Þorsteinn Sæmundsson, forsöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, þegar Vísir náði tali af honum rétt í þessu og spurði um næstu skref varðandi ísbjörninn á Skagatá.

Sjá næstu 50 fréttir