Innlent

Hyggjast kæra yfirflug í morgun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Valli

„Við ætlum að kæra þá," segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, um áhöfn flugvélar sem flaug lágflug yfir svæðinu þar sem ísbjörninn heldur sig skammt frá bænum Hrauni.

„Flugmálastjórn gefur út reglur um það til flugmanna að allt flug undir 5.000 fetum innan við sjö mílna radíus frá Hrauni á Skaga sé ólöglegt," sagði Stefán og bætti því við að þessar reglur hefðu verið settar í gær. Yfirflugið sem um er rætt átti sér stað klukkan tuttugu mínútur fyrir tíu í morgun og segist Stefán vita til þess að viðurlögin séu að minnsta kosti svipting flugleyfis og ef til vill einhver sekt að auki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×