Innlent

Fagnaðarefni að í haust séu tvö ár frá brotthvarfi hersins

Forseti Íslands segir það fagnaðarefni að í haust séu tvö ár liðin frá því að varnarlið Bandaríkjamanna fór af landi brott.

Ummælin lét Ólafur Ragnar Grímsson, forseti falla á alþjóðaráðstefnu utanríkisráðuneytisins og Rannsóknarseturs smáríkja við Háskóla Íslands í dag. Yfirskrift hennar var Smáríki - vaxandi afl. Rætt var stærra hlutverk smærri ríkja á tuttugust og fyrstu öldinn.

Forsetinn gerði sjálfstæðisbaráttu Íslendinga að umræðuefni og gat þess að blóði hefði ekki verið úthelt á meðan á henni stóð.

Hann ræddi þá staðreynd að Ísland væri herlaust land líkt og tuttugu og þrjú önnur innan Sameinuðu þjóðanna. Það kom honum á óvart að herlaus ríki væru svo mörg. Síðan vék hann að brotthvarfi varnarliðsins Bandaríska frá Miðnesheiði haustið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×