Innlent

Fíkniefni og piparúði í fórum manns

Fíkniefni, piparúði og kylfa fundust á manni sem lögreglan á Selfossi stöðvaði við umferðareftirlit aðfaranótt sunnudags.

Grunaði hana manninn um að vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að maðurinn hafi færður á lögreglustöð þar sem hann var yfirheyrður.

Alls voru 77 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í liðinni viku, þrír fyrir ölvun við akstur og þrír fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×