Fleiri fréttir

Milljónatjón vegna vatnsleka í íþróttahúsi Þróttar

Milljónatjón varð þegar kaldavatnsleiðsla gaf sig í inntaksklefa í íþróttahúsi Þróttar og vatn flæddi inn í 900 fermetra íþróttasal á neðstu hæð. Vart varð við tjónið snemma í morgun og strax var kallað eftir aðstoð eftir því sem segir í tilkynningu frá framkvæmda- og eignasviði borgarinnar.

Slökkviliðið aftur í mál við Hringrás vegna bruna

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að höfða nýtt dómsmál á hendur endurvinnslufyrirtækinu Hringrás vegna tjóns sem varð í bruna á athafnassvæði fyrirtækisins fyrir um fjórum árum.

Íbúi á Hverfisgötu kvartar undan hótunum borgaryfirvalda

Jón B. Einarsson, íbúi á Hverfisgötu 101 í Reykjavík, finnst lítið til vinnubragða borgaryfirvalda koma en þau sendu íbúum Hverfisgötu bréf fyrir stuttu þar sem þess var krafist að ytra byrði húsa við götuna yrði lagfært fyrir 1. ágúst. Sé það ekki gert muni yfirvöld athuga að grípa til þvingunarúrræða sem þau hafa heimild til.

Fríverslunarsamningur við Kólumbíumenn

EFTA-ríkin hafa gert fríverslunarsamning við Kólumbíu og lauk samningaviðræðum í Crans- Montana í Sviss 12. júní. Samningaviðræður stóðu yfir í tæplega eitt ár.

Vara Írana við hertum refsiaðgerðum

Bush Bandaríkjaforseti og Brown forsætisráðherra Bretlands vörðu Írana í morgun við hertum refsiaðgerðum ef þeir samþykktu ekki samvinnu við vesturveldin vegna kjarnorkuáætlunar sinnar.

Spyr hvort borgin gangi til góðs

„Auðvitað eru göturnar öllum frjálsar, ég hef löngum sagt það. En ef einu fyrirtæki er gert að starfa á ákveðinn máta á það að gilda fyrir alla,“ segir Birna Þórðardóttir

Þjóðin borgar nærri 30 milljarða á ári fyrir orkusölu til stóriðju

Þjóðin er að borga upp undir 30 milljarða á ári fyrir orkusölu til stóriðju. Þetta er niðurstaða skýrslu atvinnulífshóps Framtíðarlandsins um ríkisstyrkta stóriðju. Hópurinn segir að því fari fjarri að fjárfesting í orkuframkvæmdum fyrir stóriðju sé hagkvæm leið til að byggja upp atvinnulíf á Íslandi.

Tilkynnt um ellefu líkamsárásir á Akureyri um helgina

Tilkynnt hefur verið um ellefu líkamsárásir á Bíladögum Akureyri um helgina auk fjölda skemmdarverka og þjófnaða. Óvíst hvort að hátíðin Ein með öllu verði haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina.

Gíslataka í Hollandi

Vopnaðir menn tóku í morgun minnst fjóra í gíslingu í ráðhúsinu í Almelo í Hollandi. Óljósar fréttir hafa borist af málinu en gíslarnir munu enn í haldi mannanna.

Besta veðrið sunnan og suðvestanlands á Þjóðhátíðardaginn

Samkvæmt veðurspánni ætti að verða hlýjast sunnan og suðvestanlands á morgun en 12 stig ættu að vera á hádegi suðvestanlands og 14 stig á Suðurlandi. Hitastigið ætti að ná allt að 16 stigum um miðjan dag á höfuðborgasvæðinu. Sól ætti að verða sunnanlands en léttskýjað og fremur mikil heiðríkja á höfuðborgasvæðinu.

Átta hundruð grömm af kóki komu úr iðrum Hollendings

Hollendingurinn, sem hefur setið sveittur undanfarnar tvær vikur við að losa smokka fulla af kókaíni úr iðrum sínum, hefur lokið sér af. Og afraksturinn er rétt tæp 800 grömm af kókaíni. Þetta staðfesti Eyjólfur Kristjánsson hjá Lögreglunni á Suðurnesjum í samtali við Vísi.

Pólverji áfrýjar nauðgunardómi

Pólverjinn Robert Dariusz Sobiecki, sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi á föstudag fyrir að nauðga konu á Hótel Sögu, hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Þetta staðfesti Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður hans, við Vísi.

Skjálfti norðaustur af Selfossi í morgun

Jarðskjálfti upp á 3,2 á Richter varð um klukkan korter í tíu í morgun og átti hann upptök sín um sjö kílómetra norðnorðaustur af Selfossi. Skjálftinn var á 4,5 kílómetra dýpi.

Með 550 málverk meðferðis í Norrænu

Lögreglan á Seyðisfirði rannsakar nú mál manns sem kom með Norrænu í síðustu viku með 550 málverk meðferðis sem hann framvísaði ekki.

Á fundi með norrænum starfsbræðrum

Geir H. Haarde forsætisráðherra situr í dag árlegan sumarfund forsætisráðherra Norðurlanda í dag sem að þessu sinni fer fram í Göta Kanal í Svíþjóð.

Fyrsti fundur Bush og Brown á breskri grund

George Bush Bandaríkjaforseti og breski forsætisráðherrann Gordon Brown héldu í gær sinn fyrsta fund á breskri grund þegar þeir hittust í Downing-stræti.

NASA semur um hönnun tunglbúninga

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur samið við fyrirtæki í Houston um hönnun og framleiðslu nýrra geimbúninga sem væntanlegum tunglförum er ætlað að klæðast.

Urmull samkynhneigðra til Kaliforníu

Hóteleigendur og aðrir ferðaþjónustuaðilar hafa rennt rauða dreglinum út fyrir samkynhneigða en áætlað er að um 67.000 samkynhneigð pör heimsæki Kaliforníu næstu daga en frá og með 17. júní geta samkynhneigðir gengið þar í hjónaband.

Danskir leigubílstjórar óttast vegabréfaskoðun

Leigubílstjórar í Danmörku óttast nú að þeim verði gert að framkvæma vegabréfaskoðun hjá farþegum sem þeir aka með yfir landamæri, hvort sem er til Svíþjóðar eða Þýskalands.

Hundur sogaðist upp í götusóp

Hreinsunardeild New York-borgar kallar það sjaldgæft og óheppilegt slys að hundur skyldi hafa sogast upp í ryksugu á götusóp og drepist.

Bretar aðstoða Bush í leitinni að Bin Laden

Meiri styrkur hefur á síðustu vikum verið settur í leitina að Osama bin Laden. Breska dagblaðið the Times hefur þetta eftir heimildarmönnum úr bandarísku leyniþjónustunni. Blaðið segir að George Bush leggir nú hart að mönnum sínum að finna manninn sem sagður er bera ábyrgð á árásunum 11. september 2001, áður en hann lætur af embætti forseta Bandaríkjanna í nóvember.

Biskup vill rannsókn á giftingu samkynhneigðra presta

Biskupinn í Lundúnum hefur fyrirskipað rannsókn á því þegar tveir karlkyns prestar í borginni voru "gefnir saman" í kirkjulegri athöfn á dögunum. Prestarnir skiptust á hringum í einni elstu kirkju höfuðborgarinnar þann 31. maí síðastliðinn.

Hermönnum sigað á vasaþjófa

Ítalska ríkisstjórnin hefur ákveðið að senda hermenn út á götur stórborga landsins til þess að stemma stigu við glæpum. Málið hefur varkið deilur á Ítalíu en stjórnarandstæðingar líkja hugmyndinni við aðgerðir herforingjastjórna.

Hvað á hverinn að heita?

Um tvöhundruð tillögur hafa borist um nafn á stóra leirhverinn á Reykjum í Ölfusi sem myndaðist í Suðurlandsskjálftanum. Nöfnin eru það mörg að dómnefnd íhugar að nota sum þeirra á aðra nýja hveri sem einnig hafa orðið til á svæðinu.

Ein flugbraut dugar

Tæknifræðingur, sem rannsakað hefur veðurfar á Reykjavíkurflugvelli í áratugi, telur að ein flugbraut dugi til að sinna þörfum innanlandsflugs. Hagkvæmasti kosturinn sé að lengja aðra flugbrautina út í Skerjafjörð.

Mikil umferð í átt til borgarinnar

Mjög mikil umferð er nú á norður- og vesturlandi á leiðinni suður enda margir sem fóru til Akureyrar um helgina, meðal annars á Bíladaga. Að sögn lögreglu á Blönduósi gengur umferðin vel þrátt fyrir það þó eitthvað hafi verið um hraðakstur. Allt hefur þó gengið slysalaust fyrir sig fram að þessu.

Bush í konunglegu teboði

George Bush Bandaríkjaforseti er að ljúka ferðalagi sínu um Evrópu en nú er hann staddur á Englandi. Hann og Laura konan hans settust niður með Elísabetu Englandsdrottningu í Windsor kastala og drukku te. Bush verður í tvo daga á Englandi og meðal annars mun hann hitta Gordon Brown forsætisráðherra að máli á morgun.

Vísar ásökunum um bull á bug

Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjóstangveiðifyrirtækisins Hvíldarkletts, segir það víst rétt fyrirtæki hans hafi aðeins keypt 1300 kíló á leigukvótamarkaði eftir að verðið fór í 260 krónur, eins og haft er eftir honum í Fréttablaðinu í dag. Hallgrímur Guðmundsson, formaður Framtíðar, samtaka sjálfstæðra í sjávarútvegi, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Elías færi með rangt mál.

Sjá næstu 50 fréttir