Innlent

Geimfari og glerlistamaður með fyrirlestur í HR

Dr. Catherine Coleman.
Dr. Catherine Coleman.

Hjónin Dr. Catherine Coleman og Josh Simpson halda á miðvikudag forvitnilegan fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík. Coleman, sem er geimfari, og Simpson, sem er glerlistarmaður, koma hingað til lands á vegum sendiráðs Bandaríkjanna.

Simpson og Coleman munu í fyrirlestri sínum fjalla um geimvísindi og líf í listum eða hvernig þessi ólíku áhugasvið þeirra blandast saman. Coleman starfar sem geimfari hjá NASA og hefur ferðast tvisvar út í geim en Simpson er með þekktari glerlistamönnum Bandaríkjanna.

Fyrirlestur þeirra fer fram í hádeginu næstkomandi miðvikudag í Háskólanum í Reykjavík í stofu 201 klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×