Innlent

Fjórtán ára ölvaður unglingur velti bíl

Bílvelta varð í um hálf-fjögur leytið í nótt á Suðurlandsvegi skammt frá Bláfjöllum. Er lögreglan kom á staðinn kom í ljós að ökumaður bílsins var aðeins 14 ára gamall og þar að auki undir áhrifum áfengis.

Þrennt var í bílnum á svipuðum aldri og ökumaðurinn og voru allir þessir unglingar fluttir á slysadeild til skoðunnar. Meiðsli þeirra voru ekki alvarleg og haft var samband við foreldra unglingana sem komu og sóttu þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×