Erlent

Hátt í hundrað hafa drukknað í Kína

Hátt í hundrað manns hafa drukknað í miklum flóðum í suðurhluta Kína. Miklar rigningar hafa valdið flóðunum síðustu daga og er spáð frekara úrhelli næstu daga. Flætt hefur yfir ræktarland og hefur það eyðilagt uppskeru á stóru svæði. Fyrir vikið hefur matvælaverð hækkað umtalsvert á síðustu vikum en það hafði hækkað nokkuð áður en hamfarirnar dundu yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×