Innlent

Danir telja ísbjarnardrápið skynsamlega ákvörðun

Danir telja að ísbjarnardrápið í gær hafi verið skynsamleg ákvörðun. Vefútgáfa danska dagblaðsins Berlingske Tidende fjallar í nokkuð löngu máli um ísbjarnardrápið í Skagafirði.

Er þar rifjað upp víg fyrri bjarnarins er hér kom á dögunum og rætt við aðstoðarforstjóra dýragarðsins í Kaupmannahöfn, Bengt Holst, sem tekur upp hanskann fyrir íslensk yfirvöld.

Segir Holst meðal annars að fólk verði að hafa það í huga að hér hafi ekki verið um neinn sætan tuskubangsa að ræða. Sveltur og langþreyttur ísbjörn sem villst hafi af leið sinni um langan veg sé langt frá því að vera auðveldur í meðförum.

Flest dagblöð Danmerkur fjalla um ísbjarnardrápið á svipuðum nótum og í Politiken er haft eftir yfirdýralækni dýragarðsins í Kaupmannahöfn að það hafi verið skynsamleg ákvörðun að aflífa ísbjörnin eins og málum var háttað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×