Innlent

Réðst á sundlaugarstarfsmann á Selfossi

MYND/E.Ól

Rúður voru brotnar í leikskólanum Brimveri á Eyrarbakka um helgina. Maður var handtekinn grunaður um verknaðinn. Hann játaði að hafa brotið rúðurnar en hann réðist einnig á mann og vann tjón á bifreið sem var í grennd við leikskólann.

 

Þá segir enn fremur í dagbók lögreglunnar á Selfossi að lögreglan hafi verið kölluð að sundhöll Selfoss um hádegisbil á laugardag vegna manns sem var til vandræða og hafði veist að starfsfólki.

Eftir að maðurinn hafði útskýrt sinn þátt fékk hann að fara frjáls ferða sinna. Einn starfsmaður sundhallarinnar hlaut skrámur í átökum við manninn og hyggst leggja fram líkamsárásarkæru á hendur manninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×