„Nú þarf að spyrna við fæti“ Atli Steinn Guðmundsson skrifar 17. júní 2008 11:37 Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði sitjandi ríkisstjórn hafa tekið við góðu búi er hann flutti hátíðarávarp sitt á Austurvelli um klukkan 11. Ráðherra ræddi um hræringar á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum og lánsfjárkreppu. Rótgrónar og virtar fjármálastofnanir heimsins hefðu lent í miklum vanda undanfarin misseri og jafnvel orðið gjaldþrota. Geir sagði hræringarnar hafa valdið hækkun á heimsmarkaðsverði sem virkaði sem skattur á Íslendinga sem yrðu að gera sitt til að laga sig að breyttum aðstæðum. „Nú kemur sér vel að hafa búið í haginn á síðustu árum. Ríkissjóður er nánast skuldlaus og lífeyrissjóðakerfið sterkt," sagði hann og bætti því við að Alþingi hefði veitt ríkisstjórninni heimild til erlendrar lántöku til að treysta gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Geir sagði fátt verðmætara trausti og trúverðugleika, hvort sem væri í samskiptum þjóða eða stórfyrirtækja. Íslendingar væru vel búnir undir bakslag en aðgerða væri þó þörf: „Nú þarf að spyrna við fæti, nú verðum við að draga úr notkun eldsneytis með minni akstri og notkun annarra orkugjafa," sagði ráðherra og tók það fram að farartæki knúin óhefðbundnum orkugjöfum nytu þegar skattaívilnana. Kreppuárið 1969 erfiðast „Þó að lífskjör versni um stundarsakir eru þau samt mun betri en þau hafa verið undanfarin ár," sagði forsætisráðherra. Hann sagði að Íslendingar gengju á vit framtíðarinnar með von og vissu um það sem þeirra biði. Þá nefndi hann kreppuárið 1969 og aflabrestinn sem nær sligaði þjóðina. Sagði Geir það erfiðustu kreppu sem þjóðin hefði mætt en með harðfylgi hefði hún komist út úr erfðileikunum og í hönd hefðu farið mörg góð ár. Svo yrði einnig nú. Talaði ráðherra um að góðir kjarasamningar hefðu tekist á vordögum en sneri næst tali sínu að náttúruhamförum í Ölfusi í lok maí sem íbúar þar hefðu tekist á við af æðruleysi. Þegar hefði verið tryggt fjármagn til að bæta tjón þeirra sem fyrir því urðu. Ráðherra þakkaði viðbragðsaðilum sérstaklega fyrir störf þeirra á skjálftasvæðunum og nefndi þar Almannavarnir, lögreglu, björgunarsveitir og heilbrigðisstarfsfólk. Geir lauk ávarpi sínu á ljóði Jakobs Jóh. Smára, „Vor þjóð er margþætt" og að því loknu steig fjallkonan á stokk og flutti ljóð en það var Elma Lísa Gunnarsdóttir sem tók að sér hlutverk fjallkonunnar í ár. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði sitjandi ríkisstjórn hafa tekið við góðu búi er hann flutti hátíðarávarp sitt á Austurvelli um klukkan 11. Ráðherra ræddi um hræringar á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum og lánsfjárkreppu. Rótgrónar og virtar fjármálastofnanir heimsins hefðu lent í miklum vanda undanfarin misseri og jafnvel orðið gjaldþrota. Geir sagði hræringarnar hafa valdið hækkun á heimsmarkaðsverði sem virkaði sem skattur á Íslendinga sem yrðu að gera sitt til að laga sig að breyttum aðstæðum. „Nú kemur sér vel að hafa búið í haginn á síðustu árum. Ríkissjóður er nánast skuldlaus og lífeyrissjóðakerfið sterkt," sagði hann og bætti því við að Alþingi hefði veitt ríkisstjórninni heimild til erlendrar lántöku til að treysta gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Geir sagði fátt verðmætara trausti og trúverðugleika, hvort sem væri í samskiptum þjóða eða stórfyrirtækja. Íslendingar væru vel búnir undir bakslag en aðgerða væri þó þörf: „Nú þarf að spyrna við fæti, nú verðum við að draga úr notkun eldsneytis með minni akstri og notkun annarra orkugjafa," sagði ráðherra og tók það fram að farartæki knúin óhefðbundnum orkugjöfum nytu þegar skattaívilnana. Kreppuárið 1969 erfiðast „Þó að lífskjör versni um stundarsakir eru þau samt mun betri en þau hafa verið undanfarin ár," sagði forsætisráðherra. Hann sagði að Íslendingar gengju á vit framtíðarinnar með von og vissu um það sem þeirra biði. Þá nefndi hann kreppuárið 1969 og aflabrestinn sem nær sligaði þjóðina. Sagði Geir það erfiðustu kreppu sem þjóðin hefði mætt en með harðfylgi hefði hún komist út úr erfðileikunum og í hönd hefðu farið mörg góð ár. Svo yrði einnig nú. Talaði ráðherra um að góðir kjarasamningar hefðu tekist á vordögum en sneri næst tali sínu að náttúruhamförum í Ölfusi í lok maí sem íbúar þar hefðu tekist á við af æðruleysi. Þegar hefði verið tryggt fjármagn til að bæta tjón þeirra sem fyrir því urðu. Ráðherra þakkaði viðbragðsaðilum sérstaklega fyrir störf þeirra á skjálftasvæðunum og nefndi þar Almannavarnir, lögreglu, björgunarsveitir og heilbrigðisstarfsfólk. Geir lauk ávarpi sínu á ljóði Jakobs Jóh. Smára, „Vor þjóð er margþætt" og að því loknu steig fjallkonan á stokk og flutti ljóð en það var Elma Lísa Gunnarsdóttir sem tók að sér hlutverk fjallkonunnar í ár.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira