Innlent

Fara þarf gaumgæfilega yfir stöðuna segir ráðherra

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Björninn eftir að hann var drepinn.
Björninn eftir að hann var drepinn. MYND/Valli

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra þakkaði öllum viðbragðsaðilum sem komu að aðgerðinni er sneri að ísbirninum í dag og í gær. Hún sagði enn fremur að aðstæður hefðu verið tvísýnar og mjög óvenjulegt að ísbirnir kæmu með svo stuttu millibili á land.

Þórunn sagði að nú yrði að fara gaumgæfilega yfir stöðuna og jafnvel kæmi það til greina að smíðað yrði búr sem yrði til taks hér á landi. Þessi orð féllu á blaðamannafundi á Skaga rétt í þessu og það var Guðný Jóhannesdóttir, ritstjóri Feykis, sem kom þeim áleiðis til Vísis.

Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn sagði að ekki hefði verið hægt að læra mikið af aðstæðunum um daginn, aðstæður nú hefðu verið gjörólíkar og miklu betri. Allt hefði verið reynt til að komast bestu leið út úr þeirri stöðu sem nú var uppi en þau málalok sem urðu hafi verið einu tæku viðbrögðin.


Tengdar fréttir

Björninn bíður hinna dönsku

Meðfylgjandi mynd náðist fyrir skömmu af ísbirninum í Skagafirði. Lögregla fylgist grannt með dýrinu á meðan komu danskra sérfræðinga er beðið.

Danskur sérfræðingur kemur í dag til að fanga ísbjörninn

Dönsku sérfræðingarnir sem fanga eiga ísbjörninn sem sást í gær við bæinn Hraun á Skaga í Skagafirði eru væntanlegir til landsins um hálfþrjú í dag. Flogið er með þá og búrið sem þeir ætla að nota til að fanga björninn beint frá Kaupmannahöfn til Akureyrar.

Björninn unninn

Búið er að drepa ísbjörninn í Skagafirði. Guðný Jóhannesdóttir, ritstjóri Héraðsfréttablaðsins Feykis, staðfesti það rétt í þessu í samtali við Vísi en hún var sjónarvottur að atburðinum. Aldrei náðist að koma deyfilyfinu í björninn svo að hann var skotinn er hann tók á rás í átt að fjölmiðlafólki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×