Innlent

Forsætisráðherra boðar fulltrúa BHM á sinn fund

Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM.
Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM.

Forsætisráðherra hefur boðað fulltrúa BHM á sinn fund, ásamt fjármála- og utanríkisráðherra, fimmtudaginn 19. júní klukkan 11.30. Fyrir hönd samstarfshóps 25 stéttarfélaga háskólamanna mæta þau Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, Páll Halldórsson, varaformaður BHM og Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri BHM.

Lítið hefur þokast í deilu stéttarfélaga háskólamanna og ríkisins undanfarið. Því er vonast til þess að fundurinn leysi hnútinn sem myndast hefur og komi skrið á viðræðurnar en fyrir stuttu sendu aðilar stéttarfélaganna frá sér opið bréf þar sem krafist var fundar við forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×