Innlent

Olíutankur á hliðina við flutninga í Eyjum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Óskar Friðriksson

Óhapp varð þegar verið var að flytja 20 tonna þungan olíutank um hafnarsvæðið í Vestmannaeyjum út á Eiðið þar sem er sameiginleg olíubirgðastöð olíufélaganna í Eyjum.

Ökumaðurinn ók yfir ójöfnu með þeim afleiðingum að tankurinn tók að hallast. Bönd sem héldu honum slitnuðu eitt af öðru og svo fór að lokum að tankurinn féll á hliðina og lokaði veginum. Engin umferð var um götuna þegar óhappið vildi til og þótti mesta mildi því hæglega hefðu getað orðið slys á fólki. Ekki skemmdist tankurinn heldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×