Fleiri fréttir 55 látnir eftir skæðar sprengjuárásir Yfirvöld í Írak segja að 55 hafi látist og 130 til viðbótar særst eftir tvær sprengjur sem sprungu með skömmu millibili á verslunarsvæði í miðborg Bagdad í dag. 6.3.2008 19:52 Vikið úr stjórn vegna viðtals Forstjóra Orkuveitu Húsavíkur hefur verið vikið úr stjórn orkufyrirtækisins Þeistareykja. Ein tilgreindra orsaka er að hann veitti Stöð 2 viðtal í óþökk yfirmanns. 6.3.2008 22:04 Opinbert hlutafélag rekur flugmálastjórn og Leifsstöð Samgönguráðherra hefur lagt fram frumvarp að stofnun opinbers hlutafélags um rekstur flugvallarsvæðis Keflavíkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en með þessu verða flugmálastjórn á vellinum og rekstur flugstöðvarinnar sameinaðar. 6.3.2008 22:49 Obama safnaði þremur og hálfum milljarði á einum mánuði Barack Obama, sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, safnaði rúmum þremur og hálfum milljarði íslenskra króna í kosningasjóð sinn í febrúarmánuði einum saman. 6.3.2008 19:43 Glitnir mest áberandi styrktaraðilinn Fyrirtækið Creditinfo fylgdist með umfjöllun fjölmiðla um styrkveitingar fyrirtækja til góðgerðarmála árið 2007. Samantektin leiddi í ljós að í fjölmiðlum árið 2007 komu fram um 150 aðilar sem styrktaraðilar góðgerðarmála. 6.3.2008 18:37 Fjarðarheiði lokuð Fjarðarheiði er lokuð vegna vonskuveðurs. Vegargerðin varar enn við óveðri í Öræfum en veður fer versnandi víða á landinu. 6.3.2008 18:24 Ræddu aðkomu kvenna að friðar og öryggismálum Aðkoma kvenna að friðar og öryggismálum var meginefni kvenleiðtogafundar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sat í Brussel í dag í boði Benitu Ferrero Waldner, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins á sviði utanríkismála. Fundurinn var haldinn í tilefni alþjóðlegs dags kvenna, sem er á laugardag, 8. mars. 6.3.2008 18:00 „Ákveðin formsatriði ekki uppfyllt“ Geir Þorsteinsson formaður KSÍ segist fagna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar vegna framkvæmda við Laugardalsvöll og hann segir hana mjög gagnlega. Geir átti sæti í byggingarnefndinni sem skipuð var í tengslum við bygginguna en sú nefnd hélt aðeins tvo formlega fundi. Verkið fór mörghundruð milljónir fram úr áætlun. Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ var formaður nefndarinnar en hann segist ekki vilja tjá sig um málið fyrr en hann hefur séð skýrsluna. Hann svarar því ekki hvers vegna aðeins var boðað til tveggja funda. 6.3.2008 16:52 Tekur vísbendingum um slæmt andrúmsloft alvarlega Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segist taka því mjög alvarlega ef starfsmenn stofnunarinnar finni fyrir slæmu andrúmslofti. Hann bendir meðal annars á að hann hafi ráðið mannauðs- og gæðastjóra til starfa þegar ljóst varð að könnun starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins benti til þess að andrúmsloftið væri ekki sem skyldi. 6.3.2008 16:47 Tveggja ára fangelsi fyrir að stela Karlmaður var í dag sakfelldur í Hæstarétti fyrir að hafa í fimm skipti stolið munum að andvirði samtals um 2.000.000 krónur og umferðarlagabrot. Maðurinn rauf reynslulausn með brotunum og var tekið tillit til þess. Þótti refsing því hæfileg fangelsi í tvö ár. 6.3.2008 16:45 Forsetahjónin fara til Mexíkó Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Mexíkó eftir helgina og stendur hún dagana 11.-13. mars. Þetta í fyrsta skipti sem forseti Íslands fer í opinbera heimsókn til Mexíkó og raunar til lands í latnesku Ameríku. 6.3.2008 16:00 Ellefu ára drengur þungt haldinn á sjúkrahúsi Drengur á ellefta ári liggur þungt haldinn eftir atvik sem varð í íþróttahúsinu Versölum í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. 6.3.2008 15:57 Eitra fyrir 100 þúsund hundum Yfirvöld í Kashmír héraði á Indlandi hafa byrjað að eitra fyrir 100 þúsund flækingshundum í herferð gegn hundaæði í helstu borg héraðsins. 6.3.2008 15:53 Ferðaþjónustan farin að líða fyrir stóriðju? Þingmaður Samfylkingarinnar velti því fyrir sér í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hvort ferðaþjónustan væri farin að líða fyrir vöxt mengandi starfsemi hér á landi. Forsætisráðherra sagði hins vegar mengandi starfsemi hér á landi hverfandi í alþjóðlegu samhengi. 6.3.2008 15:43 Hagsmunamat en ekki kredda í Evrópumálum Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að blákalt hagsmunamat en ekki kredda verði að ráða umræðum og ákvörðunum tengdum Evrópusambandinu. 6.3.2008 15:22 Frímúrarareglan fellur fyrir UNIFEM konum Á laugardagskvöldið verða í fyrsta sinn í sögu Frímúrarareglunnar á Íslandi einungis konur í matsölum reglunnar á Skúlagötu. Þá heldur UNIFEM á Íslandi fjáröflunarkvöldverð í tilefni af Fiðrildavikunni sem staðið hefur yfir og miðar að afnámi ofbeldis gegn konum í heiminum. 6.3.2008 15:04 Byggingarnefndin brást hlutverki sínu Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerir alvarlegar athugasemdir við byggingu stúkunnar í Laugardalnum sem var samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og KSÍ. Í skýrslu sem unnin hefur verið um málið kemur meðal annars fram að eftirlit með verkinu hafi ekki verið sem skyldi, formlegri upplýsingagjöf um framvindu verkefnisins var ábótavant og ekki tryggt að leitað hafi verið umboðs borgarinnar fyrir meiriháttar viðbótum við framkvæmdina. 6.3.2008 14:54 „Við skrifuðum á danska sendiráðið“ Ritstjórn Vísis hefur borist póstur þar sem aðili viðurkennir veggjakrotið á Danska sendiráðinu. Einnig voru tveir fánar dregnir að húni sem tákn um Ungdómshúsið í Danmörku. Uppákoman var vegna þess að eitt ár er liðið frá niðurrifi hússins. 6.3.2008 14:34 Illa staðið að stúkubyggingu Borgarstjóri og fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarráði Reykjavíkur bókuðu á fundi borgarráðs í dag að sá farvegur sem bygging stúkunnar á Laugardalsvelli var sett í hafi ekki verið fullnægjandi eða árangursríkur. Bygging stúkunnar fór mörg hundruð milljónir króna fram úr áætlun og hefur Knattspyrnusamband Íslands krafið borgina um 400 milljóna viðbótargreiðslu vegna þessa. Skýrsla innri endurskoðunar borgarinnar um málið var lögð fram í borgarráði í dag og samþykktu fulltrúar meirihlutans eftirfarandi: 6.3.2008 14:31 Rætt um Afganistan og Kosovo á fundi NATO Stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs, aðgerðir alþjóðasamfélagsins í Afganistan og staðan í Kosovo var meðal þess sem utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins ræddu á fundi í Brussel í dag. 6.3.2008 14:30 Helsti vopnasali heims handtekinn í Taílandi Rússneskur maður sem talið er að sé helsti ólöglegi vopnasali heims hefur verið handtekinn í Taílandi. Viktor Bout sem kallaður hefur verið „Kaupmaður dauðans“ var gómaður á lúxushóteli í Bangkok. Taílenska lögreglan var með handtökuheimild frá Bandaríkjunum þar sem hann er sakaður um að útvega vopn til kólumbískra uppreisnarmanna. 6.3.2008 14:25 Breiðavík rædd í borgarráði Breiðavíkurskýrslan svokallaða var tekin til ítarlegrar umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag. Málið var rætt að beiðni Samfylkingarinnar en fjölmargir reykvískir drengir voru sendir á Breiðavík samkvæmt ákvörðun barnaverndar Reykjavíkur á sínum tíma þótt heimilið hafi verið rekið af ríkinu. 6.3.2008 14:10 Lögregla leitar tölvuræningja Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar karls sem reyndi að stela fartölvum úr verslun í Borgartúni um kaffileytið í gær. 6.3.2008 14:09 Íslendingar tilbúnir fyrir aðild að ESB Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði í ræðu sinni á Iðnþingi í dag að ekki væri eftir neinu að bíða. Íslendingar séu tilbúnir sækja um aðild að Evrópusambandinu. 6.3.2008 14:01 Kýldi tönn úr manni fyrir að káfa á kærustunni Karlmaður var í dag dæmdur í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá tönn úr öðrum manni á skemmtistaðnum Thorvaldzenbar í Reykjavík. Maðurinn hélt því fram að fórnarlambið hefði káfað á kynfærum kærustu sinnar. Fórnarlambið sagðist hafa ruglast á kærustum. 6.3.2008 13:48 Berlusconi víkur fyrir sælgætis- og sólgleraugnakóngum Auðkýfingurinn Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítatíu, er ekki lengur ríkasti maður Ítalíu ef marka má lista bandaríska tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn heims. 6.3.2008 13:26 Heimgreiðslur afturhvarf til löngu liðins tíma Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík segja að ákvörðun meirihlutans í borgarstjórn um heimgreiðslur til foreldra, sem ekki koma börnum sínum á leikskóla, sé afturhvarf til löngu liðins tíma. 6.3.2008 13:15 Segir Júlíus fara vísvitandi með rangt mál Júlíus Vífill Ingvarsson fer vísvitandi með rangt mál í gagnrýni sinni á skýrslu stýrihóps í REI-málinu að sögn Sigrúnar Elsu Smáradóttur, borgarfulltrúa Samfylkinginnar. Hún vísar á bug ásökunum um vanhæfni. 6.3.2008 12:58 Bankaræningi fékk bakþanka Maðurinn sem handtekinn var í Firðinum í Hafnarfirði skömmu fyrir hádegi vegna tilraunar til bankaráns í útibúi Kaupþings í verslunarmiðstöðinni er einn af góðkunningjum lögreglunnar. 6.3.2008 12:53 Skorað á ríkisstjórn að taka ESB á dagskrá Í ályktun sem samþykkt var á Iðnþingi í dag skora Samtök iðnaðarins á ríkistjórnina að taka aðild Íslands að Evrópusambandinu á dagskrá. Samtökin vilja fela nýstofnaðri Evrópunefnd það hlutverk að móta samningsmarkmið, fara í saumana á samningaferlinu, færa rök fyrir þeim sjónarmiðum sem Íslendingar þurfa að halda á lofti vegna sérstöðu landsins og hefjast þegar handa við að finna lausnir sem hægt sé að una við. 6.3.2008 12:40 Enn allt á huldu um atvik við danska sendiráðið Enn er allt á huldu um það hver eða hverjir krotuðu á húsvegg danska sendiráðsins við Hverfisgötu í fyrrinótt og drógu þar upp fána með áletrun og hauskúpu. 6.3.2008 12:29 Gagnrýnir hægagang í borgarkerfi vegna samgöngumiðstöðvar Samgönguráðherra gagnrýnir hægagang í borgarkerfinu við undirbúning samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. 6.3.2008 12:26 Mótmæltu hvalveiðum Japana Hvalaverndunarsinnar létu óánægju sína með hvalveiðar Japana í ljós í morgun þegar þeir klifruðu upp á japanska sendiráðsins í Lundúnum. Þar hengdu þeir borða með slagorðum gegn veiðunum. Hvalveiðar Japana verða eitt helsta umræðuefnið á sérstökum aukafundi Alþjóða hvalveiðiráðsins sem hófst í Lundúnum í morgun og stendur fram á laugardag. 6.3.2008 12:13 Tilraun til bankaráns í Hafnarfirði Maður var handtekinn nú skömmu fyrir hádegi fyrir tilraun til bankaráns í útibúi Kaupþings í Firðinum í Hafnarfirði. 6.3.2008 12:09 Hvalveiðiráðið vill sætta andstæðar fylkingar Alþjóða hvalveiðiráðið stefnir að fundi í London sem miðar að því að finna einhvern sameiginlegan flöt meðal þjóða sem eru með og á móti hvalveiðum. 6.3.2008 11:38 Rúmur helmingur vill taka upp evru Meirihluti landsmanna, eða tæp 56 prósent, telja að taka eigi upp evru sem gjaldmiðil hér á landi samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í lok febrúar. 6.3.2008 11:30 Fimleikastúlkan fór í vel heppnaða aðgerð „Aðgerðin gekk mjög vel og beinið mun gróa,“ segir Auður Þorsteinsdóttir framkvæmdarstjóri Gerplu í Kópavogi. Tólf ára stúlka slasaðist alvarlega þegar hún hlaut opið beinbrot á fimleikaæfingu félagsins í gærkvöldi. 6.3.2008 11:12 Skýrslutökur vegna fjármála Byrgisins í mánuðinum Skýrslutökur hefjast í þessum mánuði hjá Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar á meintum efnahagsbrotum í tengslum við rekstur Byrgisins. 6.3.2008 11:06 Sprengja sprakk á Times Square Sprengja sprakk á Times Square í New York nú fyrir skömmu. Sprengjan var lítil samkvæmt heimildum lögreglu og varð nálægt nýliðaskráningaskrifstofu hersins. Sjónvarpsstöðvar á svæðinu segja að enginn hafi slasast og ekki hafi orðið skemmdir á byggingum í sprengjunni. 6.3.2008 11:06 Morgnmaturinn heldur unglingum grönnum Ný rannsókn sem framkvæmd var í Bandaríkjunum sýnir að unglingar sem borða morgunmat að staðaldri eru 2,3 kílóum léttari að meðaltali en jafnaldrar þeirra sem sleppa morgunmatnum. 6.3.2008 11:02 Vonast til að opna landamærastöðvar á Kýpur Demetris Christofias nýr forseti á Kýpur segist vonast til að hitta leiðtoga tyrkneska hluta Kýpur seinna í mánuðinum til að endurvekja friðarviðræður. Christofias hefur þegar sagt að hann hafi óskað eftir að Sameinuðu þjóðirnar skipuleggi fund með Mehmet Ali Talat. Leiðtogarnir tveir hafa sagst vera bjartsýnir á að þeir gætu náð árangri í átt að sameiningu eyjarinnar. 6.3.2008 10:54 Skoða myndir úr eftirlitsmyndavél í tölvubúð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári manns sem ruddist inn í tölvuverslunina Tölutek í Borgartúni í gærdag og reyndi að hafa á brott með sér tvær tölvur. 6.3.2008 10:28 Varað við hvassviðri undir Eyjafjöllum og í Öræfasveit Vegagerðin varar við miklu hvassviðri undir Eyjafjöllum og í Öræfasveit á Suðausturlandi. Fólk er beðið um að vera ekki á ferð þar að ástæðulausu. 6.3.2008 10:13 Opið beinbrot eftir hopp á trampólíni Tólf ára stúlka hlaut opið fótbrot þegar hún var á fimleikaæfingu hjá Gerplu í Kópavogi undir kvöld í gær. 6.3.2008 10:05 Ný ríkisstjórn tekur við völdum í Kenía Í dag tekur ný ríkisstjórn Kenía við völdum í Naíróbí. Nú er vika síðan tímamótasamkomulag náðist milli Mwai Kibaki forseta og Raila Odinga stjórnarandstöðuleiðtoga. Vonast er til að samkomulagið bindi enda á óöldina sem riðið hefur yfir landið í kjölfar umdeildra forsetakosninga í lok desember. 6.3.2008 09:40 Sjá næstu 50 fréttir
55 látnir eftir skæðar sprengjuárásir Yfirvöld í Írak segja að 55 hafi látist og 130 til viðbótar særst eftir tvær sprengjur sem sprungu með skömmu millibili á verslunarsvæði í miðborg Bagdad í dag. 6.3.2008 19:52
Vikið úr stjórn vegna viðtals Forstjóra Orkuveitu Húsavíkur hefur verið vikið úr stjórn orkufyrirtækisins Þeistareykja. Ein tilgreindra orsaka er að hann veitti Stöð 2 viðtal í óþökk yfirmanns. 6.3.2008 22:04
Opinbert hlutafélag rekur flugmálastjórn og Leifsstöð Samgönguráðherra hefur lagt fram frumvarp að stofnun opinbers hlutafélags um rekstur flugvallarsvæðis Keflavíkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en með þessu verða flugmálastjórn á vellinum og rekstur flugstöðvarinnar sameinaðar. 6.3.2008 22:49
Obama safnaði þremur og hálfum milljarði á einum mánuði Barack Obama, sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, safnaði rúmum þremur og hálfum milljarði íslenskra króna í kosningasjóð sinn í febrúarmánuði einum saman. 6.3.2008 19:43
Glitnir mest áberandi styrktaraðilinn Fyrirtækið Creditinfo fylgdist með umfjöllun fjölmiðla um styrkveitingar fyrirtækja til góðgerðarmála árið 2007. Samantektin leiddi í ljós að í fjölmiðlum árið 2007 komu fram um 150 aðilar sem styrktaraðilar góðgerðarmála. 6.3.2008 18:37
Fjarðarheiði lokuð Fjarðarheiði er lokuð vegna vonskuveðurs. Vegargerðin varar enn við óveðri í Öræfum en veður fer versnandi víða á landinu. 6.3.2008 18:24
Ræddu aðkomu kvenna að friðar og öryggismálum Aðkoma kvenna að friðar og öryggismálum var meginefni kvenleiðtogafundar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sat í Brussel í dag í boði Benitu Ferrero Waldner, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins á sviði utanríkismála. Fundurinn var haldinn í tilefni alþjóðlegs dags kvenna, sem er á laugardag, 8. mars. 6.3.2008 18:00
„Ákveðin formsatriði ekki uppfyllt“ Geir Þorsteinsson formaður KSÍ segist fagna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar vegna framkvæmda við Laugardalsvöll og hann segir hana mjög gagnlega. Geir átti sæti í byggingarnefndinni sem skipuð var í tengslum við bygginguna en sú nefnd hélt aðeins tvo formlega fundi. Verkið fór mörghundruð milljónir fram úr áætlun. Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ var formaður nefndarinnar en hann segist ekki vilja tjá sig um málið fyrr en hann hefur séð skýrsluna. Hann svarar því ekki hvers vegna aðeins var boðað til tveggja funda. 6.3.2008 16:52
Tekur vísbendingum um slæmt andrúmsloft alvarlega Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segist taka því mjög alvarlega ef starfsmenn stofnunarinnar finni fyrir slæmu andrúmslofti. Hann bendir meðal annars á að hann hafi ráðið mannauðs- og gæðastjóra til starfa þegar ljóst varð að könnun starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins benti til þess að andrúmsloftið væri ekki sem skyldi. 6.3.2008 16:47
Tveggja ára fangelsi fyrir að stela Karlmaður var í dag sakfelldur í Hæstarétti fyrir að hafa í fimm skipti stolið munum að andvirði samtals um 2.000.000 krónur og umferðarlagabrot. Maðurinn rauf reynslulausn með brotunum og var tekið tillit til þess. Þótti refsing því hæfileg fangelsi í tvö ár. 6.3.2008 16:45
Forsetahjónin fara til Mexíkó Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Mexíkó eftir helgina og stendur hún dagana 11.-13. mars. Þetta í fyrsta skipti sem forseti Íslands fer í opinbera heimsókn til Mexíkó og raunar til lands í latnesku Ameríku. 6.3.2008 16:00
Ellefu ára drengur þungt haldinn á sjúkrahúsi Drengur á ellefta ári liggur þungt haldinn eftir atvik sem varð í íþróttahúsinu Versölum í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. 6.3.2008 15:57
Eitra fyrir 100 þúsund hundum Yfirvöld í Kashmír héraði á Indlandi hafa byrjað að eitra fyrir 100 þúsund flækingshundum í herferð gegn hundaæði í helstu borg héraðsins. 6.3.2008 15:53
Ferðaþjónustan farin að líða fyrir stóriðju? Þingmaður Samfylkingarinnar velti því fyrir sér í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hvort ferðaþjónustan væri farin að líða fyrir vöxt mengandi starfsemi hér á landi. Forsætisráðherra sagði hins vegar mengandi starfsemi hér á landi hverfandi í alþjóðlegu samhengi. 6.3.2008 15:43
Hagsmunamat en ekki kredda í Evrópumálum Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að blákalt hagsmunamat en ekki kredda verði að ráða umræðum og ákvörðunum tengdum Evrópusambandinu. 6.3.2008 15:22
Frímúrarareglan fellur fyrir UNIFEM konum Á laugardagskvöldið verða í fyrsta sinn í sögu Frímúrarareglunnar á Íslandi einungis konur í matsölum reglunnar á Skúlagötu. Þá heldur UNIFEM á Íslandi fjáröflunarkvöldverð í tilefni af Fiðrildavikunni sem staðið hefur yfir og miðar að afnámi ofbeldis gegn konum í heiminum. 6.3.2008 15:04
Byggingarnefndin brást hlutverki sínu Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerir alvarlegar athugasemdir við byggingu stúkunnar í Laugardalnum sem var samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og KSÍ. Í skýrslu sem unnin hefur verið um málið kemur meðal annars fram að eftirlit með verkinu hafi ekki verið sem skyldi, formlegri upplýsingagjöf um framvindu verkefnisins var ábótavant og ekki tryggt að leitað hafi verið umboðs borgarinnar fyrir meiriháttar viðbótum við framkvæmdina. 6.3.2008 14:54
„Við skrifuðum á danska sendiráðið“ Ritstjórn Vísis hefur borist póstur þar sem aðili viðurkennir veggjakrotið á Danska sendiráðinu. Einnig voru tveir fánar dregnir að húni sem tákn um Ungdómshúsið í Danmörku. Uppákoman var vegna þess að eitt ár er liðið frá niðurrifi hússins. 6.3.2008 14:34
Illa staðið að stúkubyggingu Borgarstjóri og fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarráði Reykjavíkur bókuðu á fundi borgarráðs í dag að sá farvegur sem bygging stúkunnar á Laugardalsvelli var sett í hafi ekki verið fullnægjandi eða árangursríkur. Bygging stúkunnar fór mörg hundruð milljónir króna fram úr áætlun og hefur Knattspyrnusamband Íslands krafið borgina um 400 milljóna viðbótargreiðslu vegna þessa. Skýrsla innri endurskoðunar borgarinnar um málið var lögð fram í borgarráði í dag og samþykktu fulltrúar meirihlutans eftirfarandi: 6.3.2008 14:31
Rætt um Afganistan og Kosovo á fundi NATO Stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs, aðgerðir alþjóðasamfélagsins í Afganistan og staðan í Kosovo var meðal þess sem utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins ræddu á fundi í Brussel í dag. 6.3.2008 14:30
Helsti vopnasali heims handtekinn í Taílandi Rússneskur maður sem talið er að sé helsti ólöglegi vopnasali heims hefur verið handtekinn í Taílandi. Viktor Bout sem kallaður hefur verið „Kaupmaður dauðans“ var gómaður á lúxushóteli í Bangkok. Taílenska lögreglan var með handtökuheimild frá Bandaríkjunum þar sem hann er sakaður um að útvega vopn til kólumbískra uppreisnarmanna. 6.3.2008 14:25
Breiðavík rædd í borgarráði Breiðavíkurskýrslan svokallaða var tekin til ítarlegrar umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag. Málið var rætt að beiðni Samfylkingarinnar en fjölmargir reykvískir drengir voru sendir á Breiðavík samkvæmt ákvörðun barnaverndar Reykjavíkur á sínum tíma þótt heimilið hafi verið rekið af ríkinu. 6.3.2008 14:10
Lögregla leitar tölvuræningja Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar karls sem reyndi að stela fartölvum úr verslun í Borgartúni um kaffileytið í gær. 6.3.2008 14:09
Íslendingar tilbúnir fyrir aðild að ESB Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði í ræðu sinni á Iðnþingi í dag að ekki væri eftir neinu að bíða. Íslendingar séu tilbúnir sækja um aðild að Evrópusambandinu. 6.3.2008 14:01
Kýldi tönn úr manni fyrir að káfa á kærustunni Karlmaður var í dag dæmdur í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá tönn úr öðrum manni á skemmtistaðnum Thorvaldzenbar í Reykjavík. Maðurinn hélt því fram að fórnarlambið hefði káfað á kynfærum kærustu sinnar. Fórnarlambið sagðist hafa ruglast á kærustum. 6.3.2008 13:48
Berlusconi víkur fyrir sælgætis- og sólgleraugnakóngum Auðkýfingurinn Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítatíu, er ekki lengur ríkasti maður Ítalíu ef marka má lista bandaríska tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn heims. 6.3.2008 13:26
Heimgreiðslur afturhvarf til löngu liðins tíma Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík segja að ákvörðun meirihlutans í borgarstjórn um heimgreiðslur til foreldra, sem ekki koma börnum sínum á leikskóla, sé afturhvarf til löngu liðins tíma. 6.3.2008 13:15
Segir Júlíus fara vísvitandi með rangt mál Júlíus Vífill Ingvarsson fer vísvitandi með rangt mál í gagnrýni sinni á skýrslu stýrihóps í REI-málinu að sögn Sigrúnar Elsu Smáradóttur, borgarfulltrúa Samfylkinginnar. Hún vísar á bug ásökunum um vanhæfni. 6.3.2008 12:58
Bankaræningi fékk bakþanka Maðurinn sem handtekinn var í Firðinum í Hafnarfirði skömmu fyrir hádegi vegna tilraunar til bankaráns í útibúi Kaupþings í verslunarmiðstöðinni er einn af góðkunningjum lögreglunnar. 6.3.2008 12:53
Skorað á ríkisstjórn að taka ESB á dagskrá Í ályktun sem samþykkt var á Iðnþingi í dag skora Samtök iðnaðarins á ríkistjórnina að taka aðild Íslands að Evrópusambandinu á dagskrá. Samtökin vilja fela nýstofnaðri Evrópunefnd það hlutverk að móta samningsmarkmið, fara í saumana á samningaferlinu, færa rök fyrir þeim sjónarmiðum sem Íslendingar þurfa að halda á lofti vegna sérstöðu landsins og hefjast þegar handa við að finna lausnir sem hægt sé að una við. 6.3.2008 12:40
Enn allt á huldu um atvik við danska sendiráðið Enn er allt á huldu um það hver eða hverjir krotuðu á húsvegg danska sendiráðsins við Hverfisgötu í fyrrinótt og drógu þar upp fána með áletrun og hauskúpu. 6.3.2008 12:29
Gagnrýnir hægagang í borgarkerfi vegna samgöngumiðstöðvar Samgönguráðherra gagnrýnir hægagang í borgarkerfinu við undirbúning samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. 6.3.2008 12:26
Mótmæltu hvalveiðum Japana Hvalaverndunarsinnar létu óánægju sína með hvalveiðar Japana í ljós í morgun þegar þeir klifruðu upp á japanska sendiráðsins í Lundúnum. Þar hengdu þeir borða með slagorðum gegn veiðunum. Hvalveiðar Japana verða eitt helsta umræðuefnið á sérstökum aukafundi Alþjóða hvalveiðiráðsins sem hófst í Lundúnum í morgun og stendur fram á laugardag. 6.3.2008 12:13
Tilraun til bankaráns í Hafnarfirði Maður var handtekinn nú skömmu fyrir hádegi fyrir tilraun til bankaráns í útibúi Kaupþings í Firðinum í Hafnarfirði. 6.3.2008 12:09
Hvalveiðiráðið vill sætta andstæðar fylkingar Alþjóða hvalveiðiráðið stefnir að fundi í London sem miðar að því að finna einhvern sameiginlegan flöt meðal þjóða sem eru með og á móti hvalveiðum. 6.3.2008 11:38
Rúmur helmingur vill taka upp evru Meirihluti landsmanna, eða tæp 56 prósent, telja að taka eigi upp evru sem gjaldmiðil hér á landi samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í lok febrúar. 6.3.2008 11:30
Fimleikastúlkan fór í vel heppnaða aðgerð „Aðgerðin gekk mjög vel og beinið mun gróa,“ segir Auður Þorsteinsdóttir framkvæmdarstjóri Gerplu í Kópavogi. Tólf ára stúlka slasaðist alvarlega þegar hún hlaut opið beinbrot á fimleikaæfingu félagsins í gærkvöldi. 6.3.2008 11:12
Skýrslutökur vegna fjármála Byrgisins í mánuðinum Skýrslutökur hefjast í þessum mánuði hjá Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar á meintum efnahagsbrotum í tengslum við rekstur Byrgisins. 6.3.2008 11:06
Sprengja sprakk á Times Square Sprengja sprakk á Times Square í New York nú fyrir skömmu. Sprengjan var lítil samkvæmt heimildum lögreglu og varð nálægt nýliðaskráningaskrifstofu hersins. Sjónvarpsstöðvar á svæðinu segja að enginn hafi slasast og ekki hafi orðið skemmdir á byggingum í sprengjunni. 6.3.2008 11:06
Morgnmaturinn heldur unglingum grönnum Ný rannsókn sem framkvæmd var í Bandaríkjunum sýnir að unglingar sem borða morgunmat að staðaldri eru 2,3 kílóum léttari að meðaltali en jafnaldrar þeirra sem sleppa morgunmatnum. 6.3.2008 11:02
Vonast til að opna landamærastöðvar á Kýpur Demetris Christofias nýr forseti á Kýpur segist vonast til að hitta leiðtoga tyrkneska hluta Kýpur seinna í mánuðinum til að endurvekja friðarviðræður. Christofias hefur þegar sagt að hann hafi óskað eftir að Sameinuðu þjóðirnar skipuleggi fund með Mehmet Ali Talat. Leiðtogarnir tveir hafa sagst vera bjartsýnir á að þeir gætu náð árangri í átt að sameiningu eyjarinnar. 6.3.2008 10:54
Skoða myndir úr eftirlitsmyndavél í tölvubúð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft hendur í hári manns sem ruddist inn í tölvuverslunina Tölutek í Borgartúni í gærdag og reyndi að hafa á brott með sér tvær tölvur. 6.3.2008 10:28
Varað við hvassviðri undir Eyjafjöllum og í Öræfasveit Vegagerðin varar við miklu hvassviðri undir Eyjafjöllum og í Öræfasveit á Suðausturlandi. Fólk er beðið um að vera ekki á ferð þar að ástæðulausu. 6.3.2008 10:13
Opið beinbrot eftir hopp á trampólíni Tólf ára stúlka hlaut opið fótbrot þegar hún var á fimleikaæfingu hjá Gerplu í Kópavogi undir kvöld í gær. 6.3.2008 10:05
Ný ríkisstjórn tekur við völdum í Kenía Í dag tekur ný ríkisstjórn Kenía við völdum í Naíróbí. Nú er vika síðan tímamótasamkomulag náðist milli Mwai Kibaki forseta og Raila Odinga stjórnarandstöðuleiðtoga. Vonast er til að samkomulagið bindi enda á óöldina sem riðið hefur yfir landið í kjölfar umdeildra forsetakosninga í lok desember. 6.3.2008 09:40