Innlent

Tveggja ára fangelsi fyrir að stela

Maðurinn stal meðal annars úr BT í Smáralindinni.
Maðurinn stal meðal annars úr BT í Smáralindinni.

Karlmaður var í dag sakfelldur í Hæstarétti fyrir að hafa í fimm skipti stolið munum að andvirði samtals um 2.000.000 krónur og umferðarlagabrot. Maðurinn rauf reynslulausn með brotunum og var tekið tillit til þess. Þótti refsing því hæfileg fangelsi í tvö ár.

Maðurinn stal meðal annars úr verslunum Ormsson og BT í Smáralindinni. Hann játaði verknaðinn en dró síðar játningu sína tilbaka.

Hann var einnig tekinn fyrir of hraðann akstur með því að hafa keyrt á 110 km hraða þar sem hámarkshraði var 80 km.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×