Ferðaþjónustan farin að líða fyrir stóriðju? 6. mars 2008 15:43 MYND/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar velti því fyrir sér í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hvort ferðaþjónustan væri farin að líða fyrir vöxt mengandi starfsemi hér á landi. Forsætisráðherra sagði hins vegar mengandi starfsemi hér á landi hverfandi í alþjóðlegu samhengi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og benti á að Ísland hefði fallið úr fjórða sæti í það ellefta á lista Alþjóðaefnahagsráðsins um samkeppnishæfni í ferðaþjónustu. Benti hann á að því ylli ýmislegt en athygli hefði vakið að ráðið tæki aukið tillit til umhverfisverndar og sjálfbærni. Það væri ein af ástæðunum fyrir því að Ísland félli á listanum. Íslendingar væru í 90. sæti yfir losun gróðurhúsalofttegunda og benti Helgi á að í tölum Alþjóðaefnahagsráðsins væri ekki gert ráð fyrir mengandi starfsemi á Austfjörðum. Þetta kynni að benda til þess að ímynd landsins hefði beðið ákveðinn skaða og spurning hvort ferðaþjónustan væri farin að líða fyrir það að mengandi starfsemi hefði aukist í landinu. Spurði Helgi hvort ekki væri við því að búast að alþjóðastofnanir horfðu nú í meira mæli til mengunar þegar verið væri að meta lífskjör í löndum heims. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði skýringu þingmannsins á lækkuninni á listanum langsótta og en sagði vissulega leitt að Ísland félli úr fjórða í ellefta sæti. Benti hann á að aðeins eitt norrænt land væri ofar en Íslendingar á listanum en menn þyrftu engu að síður að herða róðurinn. Ráðherra sagði mengandi starfsemi hér á landi hverfandi þegar horft væri til alls heimsins og gróðurhúsalofttegundir sem losaðar væru hér væru aðeins brot af heildarlosun heimsins. Helgi sagði rétt að Ísland væri agnarsmátt en mengun á hvern íbúa hefði farið ört vaxandi. Sagðist hann ekki telja að það væri langsótt að velta því fyrir sér hvort heimurinn myndi í ríkari mæli horfa til þess hversu mikið menn menga þegar lífskjör væru metin. Það gæfi ástæðu til þess að íhuga hvort menn hefðu farið of geyst hér á landi. Forsætisráðherra svaraði því til að þingmaðurinn hefði í raun ekki verið að spyrja um samkeppnishæfni ferðaþjónustu heldur koma á framfæri skoðunum sínum í stóriðju en sú skoðun lægi fyrir. Spurði hann hversu mikil mengunin myndi verða ef framleiðslan færi fram annars staðar en hér. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar velti því fyrir sér í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hvort ferðaþjónustan væri farin að líða fyrir vöxt mengandi starfsemi hér á landi. Forsætisráðherra sagði hins vegar mengandi starfsemi hér á landi hverfandi í alþjóðlegu samhengi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og benti á að Ísland hefði fallið úr fjórða sæti í það ellefta á lista Alþjóðaefnahagsráðsins um samkeppnishæfni í ferðaþjónustu. Benti hann á að því ylli ýmislegt en athygli hefði vakið að ráðið tæki aukið tillit til umhverfisverndar og sjálfbærni. Það væri ein af ástæðunum fyrir því að Ísland félli á listanum. Íslendingar væru í 90. sæti yfir losun gróðurhúsalofttegunda og benti Helgi á að í tölum Alþjóðaefnahagsráðsins væri ekki gert ráð fyrir mengandi starfsemi á Austfjörðum. Þetta kynni að benda til þess að ímynd landsins hefði beðið ákveðinn skaða og spurning hvort ferðaþjónustan væri farin að líða fyrir það að mengandi starfsemi hefði aukist í landinu. Spurði Helgi hvort ekki væri við því að búast að alþjóðastofnanir horfðu nú í meira mæli til mengunar þegar verið væri að meta lífskjör í löndum heims. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði skýringu þingmannsins á lækkuninni á listanum langsótta og en sagði vissulega leitt að Ísland félli úr fjórða í ellefta sæti. Benti hann á að aðeins eitt norrænt land væri ofar en Íslendingar á listanum en menn þyrftu engu að síður að herða róðurinn. Ráðherra sagði mengandi starfsemi hér á landi hverfandi þegar horft væri til alls heimsins og gróðurhúsalofttegundir sem losaðar væru hér væru aðeins brot af heildarlosun heimsins. Helgi sagði rétt að Ísland væri agnarsmátt en mengun á hvern íbúa hefði farið ört vaxandi. Sagðist hann ekki telja að það væri langsótt að velta því fyrir sér hvort heimurinn myndi í ríkari mæli horfa til þess hversu mikið menn menga þegar lífskjör væru metin. Það gæfi ástæðu til þess að íhuga hvort menn hefðu farið of geyst hér á landi. Forsætisráðherra svaraði því til að þingmaðurinn hefði í raun ekki verið að spyrja um samkeppnishæfni ferðaþjónustu heldur koma á framfæri skoðunum sínum í stóriðju en sú skoðun lægi fyrir. Spurði hann hversu mikil mengunin myndi verða ef framleiðslan færi fram annars staðar en hér.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira