Innlent

Fjarðarheiði lokuð

Frá Fjarðarheiði
Frá Fjarðarheiði

Fjarðarheiði er lokuð vegna vonskuveðurs. Vegargerðin varar enn við óveðri í Öræfum en veður fer versnandi víða á landinu.

Það er hálka og éljagangur á Hellisheði og í Þrengslum. Á Suðurlandi eru vegir víða auðir en þó eru hálkublettir sumstaðar á sveitavegum og raunar krapi í nágrenni við Vík.

Það er krapi víða á Snæfellsnesi og þæfingsfærð á Skógarströnd. Á Holtavörðuheiði er hálka en hálkublettir á Bröttubrekku. Annars er mikið orðið autt á láglendi á Vesturlandi þótt sumstaðar séu hálkublettir.

Það fennir mikið á sunnanverðum Vestfjörðum og er þæfingsfærð á Kleifaheiði, Hálfdán og Mikladal. Klettshálsi er haldið opnum eins og er en hann lokast sjálfsagt fljótt eftir að mokstri er hætt. - Annars er víðast hvar ýmist hálka eða snjóþekja á Vestfjörðum.

Á Norðurlandi er víðast hvar hríðarveður, ofankoma eða skafrenningur og hálka eða snjóþekja. Stórhríð er á Brekknaheiði.

Á Austurlandi er Fjarðarheiði lokuð vegna óveðurs. Eins er mjög slæmt veður á Vatnsskarði eystra og færð að þyngjast. Það er víða mikil ofankoma á Austur- og Suðausturlandi og snjóþekja á vegi.

Vegna viðgerðar á hurð í Oddskarðsgöngum að norðanverðu verða umferðatafir fimmtudaginn 6. mars frá kl. 22:00 til kl 03:00 eftir miðnætti.

Vegna framkvæmda á Hringvegi 1 í Borgarnesi er umferð beint um hjáleið.

Vegagerðin biður vegfarendur að sýna aðgát og tillitsemi.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×